Svo þig langar að ferðast ódýrt um heiminn

Svo þig langar að ferðast ódýrt um heiminn

Að frátöldum Geirmundi Valtýssyni og svona ellefu öðrum á landinu þá er flökkueðli í okkur öllum. Okkur líður illa ef við komumst ekki í ferðalag reglulega, helst oft og helst út í heim. Hið jákvæða er að vinsældir Íslands sem ferðamannalands hefur haft í för með sér að sífellt fleiri flugfélög fljúga nú hingað til … Continue reading »

Ítrekaðar tafir hjá „stundvísasta“ flugfélagi landsins

Ítrekaðar tafir hjá „stundvísasta“ flugfélagi landsins

Enn á ný hefur eitthvað komið upp á hjá flugfélaginu Wow Air og enn einu sinni er ekki snefil af skýringum eða viðvörunum að finna á vef flugfélagsins. Flugfélag Skúla Mogensen, sama milljarðamærings og kýs að greiða lága skatta sína annars staðar en á Íslandi en fær feitan afslátt fyrir að koma með fé inn … Continue reading »

Lítið fútt í hraðtilboðum Icelandair

Lítið fútt í hraðtilboðum Icelandair

Þennan daginn skýtur Icelandair út nýjum hraðtilboðum til handa ferðaþyrstum. Alltaf jákvætt þegar flugfélögin bregða fyrir sig betri fætinum gagnvart landanum en kannski helst til aumingjalegur afsláttur. Það er tæpur sólarhringur, þegar þetta er skrifað, síðan Fararheill framkvæmdi verðúttekt á flugferðum Icelandair til Washington D.C. í Bandaríkjunum og þar sem flug þangað er meðal þeirra … Continue reading »

Vara við „mannætu“ á Ibiza

Vara við „mannætu“ á Ibiza

Bæði lögregla og heilsugæsluyfirvöld á Mallorca og Ibiza hafa gefið út sterkar viðvaranir til allra ferðalanga á svæðinu þar sem varað er við nokkrum nýjum tegundum fíkniefna sem fundist hafa í nokkru magni. Þar á meðal efnið cannibal, mannæta, hvers notkun vekur upp mikla ofbeldishneigð hjá ákveðnum hópi fólks. Það er ekkert nýtt að fíkniefni … Continue reading »

Hversu frábært er þetta

Hversu frábært er þetta

Það eru gömul sannindi að gott er að deila með fólki góðum hlutum í lífinu. Þess vegna finnum við okkur tilknúin að skjóta meðfylgjandi myndbandi að ykkur. Porto í Portúgal var að fá verðlaun sem „besti áfangastaðurinn 2014“ af hálfu European Best Destinations og kannski fáum við smá kredit fyrir að hafa mælt mikið og … Continue reading »

Facebook færir neytendum aukin áhrif

Facebook færir neytendum aukin áhrif

Það er enn á allra fyrstu stigum en Facebook var fyrir tveimur vikum að færa okkur neytendum aðeins meiri vigt en verið hefur hingað til. Brátt munu allir geta gefið fyrirtækjum sem skráð eru á facebook einkunn frá einum upp í fimm fyrir þjónustu. Það er töluvert jákvætt skref í þágu neytenda sem hingað til … Continue reading »

Breytingar framundan á Kúbu

Breytingar framundan á Kúbu

Raúl Castro, bróðir einræðisherrans Fidels, virðist hafa vit í kolli og vilja til að láta gott af sér leiða ef marka má nýjustu fréttir frá eyjaskeggjum. Stjórnvöld hafa ákveðið að leggja af það tvöfalda peningakerfi sem verið hefur við lýði um áratugaskeið og fyllt fátækari íbúa illu blóði. Eins og þeir vita sem til Kúbu … Continue reading »

Oska-Travel vaknar til lífsins

Oska-Travel vaknar til lífsins

Undarlegt ómerkt bréf fylgdi Morgunblaði sumra landsmanna þennan laugardagsmorgunn. Í því var nýtt tilboð norsku ferðskrifstofunnar Oska-Travel sem vaknað hefur til lífsins eftir hlé. Ár er síðan fyrst birtust auglýsingar frá fyrirtækinu þar sem það bauð fantaverð á sólarlandaferð til Tyrklands. Fantaverð að minnsta kosti samanborið við það sem Íslendingum bauðst hér innanlands fram að … Continue reading »

Ferðalangur.net getur sparað þér tugþúsundir

Ferðalangur.net getur sparað þér tugþúsundir

Ritstjórn Fararheill tekur öll ofan hattinn, meira að segja hattlausar stelpurnar,  fyrir öllum þeim einstaklingum sem reyna að gera ferðalög einfaldari og ódýrari fyrir bláókunnugt fólk. Það krefst ákveðinnar fórnfýsi og oftar en ekki koma viðkomandi út í mínus fyrir að reyna að gera gott. Þó allt of lítið fari fyrir þá hefur Margrét Gunnarsdóttir … Continue reading »

Icelandair í sæng með fleirum

Þeim fjölgar ört rekkjunautum Icelandair sem í dag tilkynnti um samstarf við kanadíska flugfélagið Westjet. Fyrir var flugfélagið í samkrulli við bandarísku flugfélögin Alaskan Airlines, JetBlue og Frontier Airlines og hefur auk þess lengi átt í samstarfi við SAS. Fyrir fölbleikan Íslendinginn skiptir þetta ekki miklu máli. Þetta þýðir ekki hagstæðari díl til Kanada dragi … Continue reading »