Bestu veitingastaðir Mallorca

Bestu veitingastaðir Mallorca

Að frátöldum strandveitingastöðum á fjöldatúristaströndum er matur almennt æði góður og afar ódýr á Spáni. Það má tvöfalda þá yfirlýsingu varðandi Mallorca en þó aðeins á þeim stöðum sem ekki byggja og hafa aldrei byggt afkomu sína á túristum. Það er litið upp til matargerðar, þessarar hefðbundnu, á Mallorca af hálfu Spánverja á meginlandinu sem … Continue reading »

Svar við bréfi Axels

Svar við bréfi Axels

„Heil og sæl þið hjá Fararheill. Þakkir fyrir frumlegan og á flestan hátt afar skemmtilegan og fróðlegan vef þó reyndar mér finnist þið oft fara offari gagnvart tilteknum fyrirtækjum og einstaklingum. Mig langaði aðeins að benda ykkur á að sá flugtími sem okkur stendur til boða til vinsælla áfangastaða eins og Gautaborgar með Icelandair þar … Continue reading »

Svona ef þú þarft læknisaðstoð á Spáni…

Svona ef þú þarft læknisaðstoð á Spáni…

Allir þeir sem leggja leið sína til Spánar ættu að leggja við hlustir. Eða sperra augun í þessu tilfelli. Fjölmargir gististaðir á Spáni fá sérstaklega greitt fyrir að senda veikt fólk til tiltekinna einkarekinna spítala og lækna. Jamm, alltaf gaman að kapítalismanum. Engum á að koma á óvart að einkarekin sjúkrahús og læknastofur greiða stærri … Continue reading »

Bretar íhuga að banna drykkju um borð í farþegavélum

Bretar íhuga að banna drykkju um borð í farþegavélum

Lítil furða að Bretar, sem fyrir svo ekki margt löngu réðu hálfum heiminum og það bókstaflega, falla hraðar niður skynsemis- og virðingarstigann en Ólafur Ólafsson, svindlari og almennur skíthæll með meiru. Nú íhuga þeir bresku að banna alfarið drykkju um borð í farþegavélum. Þar á bæ þykir orðið fullreynt að veita áfengi á flugvöllum og … Continue reading »

Fjöldi Íslendinga styðja fasistann Trump

Fjöldi Íslendinga styðja fasistann Trump

Það er víðar en vestanhafs sem fasistinn og fávitinn Donald Trump nýtur stuðnings. Allmargir Íslendingar styðja karlinn og sjá ekkert athugavert við að spila golf á völlum milljarðamæringsins í Skotlandi. Ferðaskrifstofan GB ferðir hefur lengi vel boðið upp á sérstaka golfpakka til Aberdeen í Skotlandi en þangað flýgur Flugfélag Íslands í beinu flugi. Á vef … Continue reading »

Hjá Primera Air ljúga menn eins og þeir eru langir til

Hjá Primera Air ljúga menn eins og þeir eru langir til

Einn stærsti eigandi Primera Air, hinn slánalegi Andri Már Ingólfsson, slefar í tæpa tvo metrana á hæðina. Sem gerir kappann að príma dæmi um að menn ljúgi eins og þeir eru langir til. Primera Air, móðurfyrirtæki Heimsferða, fer mikinn á samfélagsmiðlum þessi dægrin. Öllu fögru lofað en við nánari athugun stendur vart steinn yfir steini. … Continue reading »

Sumarparadís nasista loks að veruleika

Sumarparadís nasista loks að veruleika

Segið svo að sagan endurtaki sig ekki. Það sem Adolf Hitler sjálfur sá fyrir sér sem fyrirmyndarstað til hvíldar og skemmtunar fyrir hermenn sína er nú loks að verða að veruleika tæpum áttatíu árum síðar. Rügen heitir eyja ein við norðurströnd Þýskalands sem dregur töluvert af ferðafólki yfir sumartímann. Sumarparadís er hún þó ekki og … Continue reading »

Flugumferðarstjórar úreltir eftir 20 ár?

Flugumferðarstjórar úreltir eftir 20 ár?

Þetta hljómar ekki vel. Flugumferðarstjórn myndu líklega flestir telja eitt allra mikilvægasta starfið við að tryggja góðar og öruggar samgöngur á heimsvísu. En innan fárra áratuga gætu drónar sent flugumferðarstjóra á atvinnuleysisbætur. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna og NASA hafa unnið að því um hríð að rannsaka hvort drónar geti sinnt flugumferðarstjórn í framtíðinni og fyrstu niðurstöður jákvæðar … Continue reading »

Strætó númer átján á Kanarí

Strætó númer átján á Kanarí

Eðli málsins samkvæmt er hægt að stíga út víða á leiðinni og rölta upp á næsta tind eða prófa veitingastaðina á þessum smærri fjallastöðum sem eru ekki síðri en betri staðir við ströndina. Að ógleymdu því að það fylgir því alltaf nett spenna að taka strætisvagn í erlendu landi og vita ekki alveg upp á hár hvað tekur við eftir næstu beyju.

Wow Air allt að því 130% dýrari kostur til Alicante í vetur

Wow Air allt að því 130% dýrari kostur til Alicante í vetur

Skúli Mogensen er flottur. Spikk og span til útlits öllum stundum, einn besti vinur Björgólfs Thors og hefur aldeilis tekist að byggja upp flott flugfélag á skömmum tíma. En hann er líka að okra á þér fram úr hófi. Því til sönnunar ættu sólelskendur að skoða verðmun á flugi með lággjaldaflugfélaginu Wow Air annars vegar … Continue reading »

Nótt í fátækrahverfi Ríó de Janeiro

Nótt í fátækrahverfi Ríó de Janeiro

Mjög er deilt um siðferði þess að bjóða ríkum erlendum ferðamönnum upp á skoðunarferðir um fátækrahverfi í hinum ýmsu borgum heims. Skiptir þá engu hvar er; Kalkútta á Indlandi, Jakarta í Indónesíu, Algeirsborg í Alsír eða Ríó de Janeiro í Brasilíu. Í öllum ofantöldum borgum býðst áhugasömum, gegn vænni greiðslu, að rúnta um „öruggari“ staði … Continue reading »

Hvað er gaman erlendis í 40 gráðum?

Hvað er gaman erlendis í 40 gráðum?

Hér skal fullyrt fullum hálsi en ENGUM ÍSLENDINGI líður vel í 40 stiga hita og undir linnilausri stingangi sólinni. Það er þó það sem velflestir í ellefu Evrópulöndum þurfa að láta sig hafa þessa dagana. Hitabylgja dauðans hangir nú yfir stórum hluta Evrópu við Miðjarðarhafið og gott betur inn í land. Evrópskar veðurstofur vara fólk … Continue reading »