Dagur í lífi Wow Air

Dagur í lífi Wow Air

Skúli Mogensen var fyrir skömmu valinn markaðsmaður ársins af dómnefndarfólki sem bíður spennt eftir bissness frá kappanum í kjölfarið. Á meðan bíða hundruðir viðskiptavina Skúla eftir aðstoð og fá varla að vita tíma dagsins. Ekkert lággjaldaflugfélag sem flýgur til og frá Íslandi fær verri útreið neytenda hjá flugvefnum Skytrax en Wow Air eins og við … Continue reading »

Tinni og leyndardómar Brussel

Tinni og leyndardómar Brussel

Tinni, Tobbi, Kolbeinn kafteinn, Prófessor Vandráður, Skafti og Skapti. Þessar teiknipersónur þekkja flestir Íslendingar og milljónir annarra í heiminum og þrátt fyrir alla nútímavæðingu heimsins virðast vinsældar Tinna og félaga lítið dvína þó þessi unglingslegi fréttamaður með pönkarahárgreiðsluna sé að nálgast áttræðisaldurinn. Höfundurinn belgíski Hérge og sköpun hans eru í hávegum höfð í heimalandinu og í næsta mánuði opnar formlega glæsilegt safn tileinkað sögu þeirra tveggja.

Allt sem segja þarf um Hamborg

Allt sem segja þarf um Hamborg

Sumir kaupa sér ferðahandbækur. Aðrir æða rakleitt á næstu upplýsingastofu. Enn aðrir valsa stefnulaust um allar trissur meðan lítill hópur pumpar strax næsta vinalega heimamann. Ein grúppa til gleymdi alveg að gera ráðstafanir og bíður bara eftir einhverjum til að leiða hópinn. Einföldun vissulega en gróflega má planta okkur flestum í einhvern þann hóp sem … Continue reading »

Settu Taj Mahal á ís þetta árið

Settu Taj Mahal á ís þetta árið

Að minnsta kosti ein ung íslensk hjón verða eilítið skúffuð á Indlandi í mars næstkomandi. Þau skipulögðu funheitan túr um þetta mikla land á síðasta ári og ætlunin að sjá flest sem markvert er á tveimur mánuðum. Hið mikla mannvirki Taj Mahal mun valda þeim vonbrigðum. Það er þetta sígilda með Murphy og lögmálið hans: … Continue reading »

Svo þú varst eitthvað efins um Tyrkland

Svo þú varst eitthvað efins um Tyrkland

Þyngra en tárum taki að engin ferðaskrifstofa hafi áhuga að rífa landann til Tyrklands í beinu flugi. Þvílíkt sóknarfæri og nú er til staðar hefur ekki gefist um ár og raðir. Fyrir skömmu létum við sænsku ferðaskrifstofuna Nazar heyra það fyrir að dúndra ekki aftur í gang þokkalega vinsælum beinum ferðum til Tyrklands frá Íslandi … Continue reading »

Sólbruni án sársauka?

Sólbruni án sársauka?

Okkur hjá Fararheill segir svo hugur um að ófáir einstaklingar myndu liggja heilu vikurnar undir brennandi sólinni ef sama fólk þyrfti ekki reglulega að eiga við sára verki vegna sólbruna. Í framtíðinni er það kannski möguleiki. Vísindamenn margir virtir eru önnur kafnir við allt annað en finna lyf við malaríu eða lækna kvef. Einn slíkur … Continue reading »

Himnagarður vekur lukku í London

Himnagarður vekur lukku í London

Hann heitir Sky Garden á frummálinu, himnagarður, og er stór opinn salur með útsýnispalli á efstu hæð byggingar sem gjarnan er kölluð Walkie Talkie af heimafólki í London. Staðurinn fær að mestu toppdóma og óvíða fæst betri útsýn yfir borgina. Þetta er einn af tískustöðunum í London en Sky Garden nær yfir þrjár efstu hæðir háhýsisins … Continue reading »

Svarti sauður ársins 2017 er Wow Air

Svarti sauður ársins 2017 er Wow Air

Málið er einfalt. Þegar við fljúgum viljum við að rellan sé á tíma, vel fari um okkur á leiðinni og komast heilu og höldnu á áfangastað. Þá skiptir og máli að þjónustustig sé betra en hjá gistihúsinu Adam á Skólavörðustíg. Með öðrum orðum að flugfélagið beri virðingu fyrir viðskiptavinum sínum. Töluvert vantar upp á þetta … Continue reading »

Kannski magnaðasta ítalska borg sem þú hefur aldrei heyrt um

Kannski magnaðasta ítalska borg sem þú hefur aldrei heyrt um

Ritstjórn er nokkuð viss um að fáir nema harðkjarna Ítalíusinnar hafi nokkurn tímann heyrt talað um borgina Mantova. Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir að hún eigi meira skilið. Mantova er fimmtíu þúsund manna borg í hinu fræga Lombardia-héraði landsins, eða Lombardy á enska tungu, en þar finnast mun frægari stórstjörnur á borð við Mílanó … Continue reading »

Bónus og Krónan fyrirmyndin til San Francisco

Bónus og Krónan fyrirmyndin til San Francisco

Ófáir á samfélagsmiðlum hafa gegnum tíðina hlegið að svokallaðri samkeppni milli verslana Krónunnar annars vegar og Bónuss hins vegar. „Samkeppni“ sem helgast af því að annar aðilinn er alltaf krónu dýrari en hinn og þar við situr. Sama virðist uppi á teningnum hjá Wow Air og Icelandair til San Francisco. Sem kunnugt er ætlar Icelandair … Continue reading »

Fjórir mínusar við Októberfest í München

Fjórir mínusar við Októberfest í München

Ritstjórn Fararheill er rammsek um að hvetja ævintýragjarna lesendur sína til að blæða í eins og eina ferð á hið víðfræga Októberfest í München í Þýskalandi enda stórmagnað fyrirbæri. En við höfum ekki mikið bent á gallana við heimsókn yfir þann tíma. Gallarnir eru mismargir og fara eftir því hversu siglt fólk er. Ævintýrafólk lendir … Continue reading »

Undarleg frétt vekur upp margar spurningar

Undarleg frétt vekur upp margar spurningar

Vafalítið hafa margir skemmt sér yfir fregn fyrr í vikunni þess efnis að farþega í Leifsstöð hafi verið meinað að fljúga eftir að viðkomandi klæddi sig í átta buxur og tíu peysur til að koma í veg fyrir að þurfa að greiða sérstakt farangursgjald. Skondið vissulega en hér hangir ýmislegt á spýtu. Bæði mbl og … Continue reading »