Hverjum dettur annars í hug að keyra milli keppnisstaða Íslands á HM?

Hverjum dettur annars í hug að keyra milli keppnisstaða Íslands á HM?

Stórundarleg „stórfrétt“ hjá Fréttablaðinu þess efnis að kreditkortatryggingar dekki ekki leigu á bíl í Rússlandi þar sem HM fer fram næsta sumar. Nánar tiltekið kortatryggingar Vátryggingafélags Íslands. Blaðamaðurinn sem skrifar hefur margra ára reynslu en spurningarnar sem vakna við lestur greinarinnar eru mun fleiri en þær sem greinin svarar. Í fyrsta lagi gefur Vátryggingafélag Íslands … Continue reading »

Booking vill gjarnan segja þér frá hótelum sem EKKI ERU Í BOÐI

Booking vill gjarnan segja þér frá hótelum sem EKKI ERU Í BOÐI

Ók, þetta er sannarlega nýtt trix. Bókunarvefurinn Booking birtir nú allt heila klabbið þegar þú leitar að gistingu á erlendri grundu. Líka gistingu sem er löngu uppseld! Þrátt fyrir eina markaðsgráðu í hópnum og almennt þokkalega skynsemi og hugsun er enginn hér nokkru nær um hvers vegna hinn bandaríski bókunarvefur Booking birtir líka UPPSELDA gistingu … Continue reading »

Allt í loft upp hjá Ryanair um jólin

Allt í loft upp hjá Ryanair um jólin

Það nískast fleiri flugfélög gagnvart starfsfólkinu sínu en Icelandair. Það gerir hið írska Ryanair líka og nú loks ætlar töluverður fjöldi flugmanna þeirra í verkfall af því tilefni og það á háannatíma rétt fyrir jólin. BBC greinir frá því að 80 flugmenn Ryanair á Írlandi og flugmenn Ryanair víðar í Evrópu leggi niður störf þann … Continue reading »

Að hjóla um New York ódýrt og gaman en ekki í pilsi

Að hjóla um New York ódýrt og gaman en ekki í pilsi

Kannski eru ekki margir þarna úti sem treysta sér til að hjóla um New York borg. Hún risastór og getur verið flókin um að rata fyrir byrjendur. En vandfundin er sniðugri leið til að skoða borgina í krók og kima á ódýran hátt. Svo lengi sem enginn er í pilsi. Margar reiðhjólaleigur finnast í New … Continue reading »

Icelandair með áskrift að verkföllum

Icelandair með áskrift að verkföllum

Flugfélagið Icelandair fer mikinn í fjölmiðlum síðustu daga að kynna jólagjafabréf sín sem ákjósanlega jólagjöf fyrir Gunnu og Stefán Íslandi. „Gefðu frí um jólin“ er slagorðið. Sem stemmir illa við verkföll sem eru líklega óumflýjanleg um jólin hjá flugfélaginu. Verkföll hjá Icelandair minna dálítið á Kjötkrók, Stúf, Pottaskefil og aðra bræður þeirra. Bræðurnir ófrýnu koma … Continue reading »

Vín og matur eins og þú getur í þig látið í Maryland

Vín og matur eins og þú getur í þig látið í Maryland

Ferðaþyrstir eiga að vita að héðan er flogið beint til Washington/Baltimore með Icelandair og Wow Air. Það vill stundum gleymast að þessar tvær borgir eru skammt frá hvor annarri og kjörið að slá tvær flugur í einu höggi. Sérstaklega þegar dýrindis matur og vín og bjór eru í boði á sértilboðsverði. Það er raunin tvisvar … Continue reading »

Svona áður en þú þvælist milli fylkja í Bandaríkjunum á bílaleigubíl

Svona áður en þú þvælist milli fylkja í Bandaríkjunum á bílaleigubíl

Ótakmarkaður akstur er jafnan það sem flestar bílaleigur auglýsa og lofa ef frá eru taldar þessar íslensku sem gefa þér þetta 100 til 200 kílómetra áður en til koma feit aukagjöld. Á þessu eru þó stöku undantekningar vestanhafs sem ágætt er að vita um. Íslendingar sem voru á ferð vestanahafs í haust höfðu samband og … Continue reading »

Icelandair í samstarfi við fyrirtæki sem tímir ekki að borga lágmarkslaun

Icelandair í samstarfi við fyrirtæki sem tímir ekki að borga lágmarkslaun

Það er langstærsta flugþjónustufyrirtæki heims og þjónustar alls 850 flugfélög á heimsvísu og þar á meðal okkar ylhýra Icelandair. Illu heilli tímir fyrirtækið þó ekki að greiða fólkinu sínu lágmarkslaun. Fljúgandi fólk með augu í kolli þekkir ábyggilega merki hins velþekkta fyrirtækis Swissport en það starfar á velflestum flugvöllum heims og veitir alla hugsanlega þjónustu … Continue reading »

Skringilegur barnaleikur í smábæ á Spáni

Skringilegur barnaleikur í smábæ á Spáni

Því meira sem ferðast er um borgir og héruð þar sem trú hvers kyns á sér djúpar rætur því meira dregur almennt úr virðingu fyrir trú á æðri máttarvöld hjá hugsandi fólki. Mörg eru dæmin en eitt það versta finnst líklega í smábænum Castrillo de Murcia skammt frá borginni Burgos á Spáni. Þar fer fram … Continue reading »

Þess vegna skiptir smáa letrið hjá Úrval Útsýn svona miklu máli

Þess vegna skiptir smáa letrið hjá Úrval Útsýn svona miklu máli

Pálmi svindlari Haraldsson er kominn í samstarf við Morgunblaðið ef marka má umfjöllun hins síðarnefnda á fljótasiglingum í boði eins fyrirtækis Pálma: ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn. Þar kynnir blaðið „nýjar og spennandi“ fljótasiglingar með bandaríska fyrirtækinu AMA Waterways um helstu fljót Evrópu sem Úrval Útsýn selur ferðir fyrir hönd Bandaríkjamannanna. Hvers vegna Úrval Útsýn leitar til … Continue reading »

Trix ef þú vilt vita nákvæmar fjarlægðir á ferðalögum

Trix ef þú vilt vita nákvæmar fjarlægðir á ferðalögum

Það kemur reglulega fyrir hjá ritstjórnarmeðlimum Fararheill að misreikna herfilega vegalengdir á stöðum í heiminum. Væntanlega fleiri sem lenda í slíku. En á þessu vandamáli er sáraeinföld lausn. Við vorum minnt á þetta vandamál í vikunni þegar óskað var aðstoðar okkar varðandi hótel á Maspalomas á Kanarí. Tvenn hjón vildu gjarnan bóka hótel eitt í … Continue reading »

Hvar er Balí og aðrar fávísar spurningar

Hvar er Balí og aðrar fávísar spurningar

Vigdís Hauks er ekki ein. Tugþúsundir annarra þarna úti þjást af fávisku eða þekkingarleysi í einni mynd eða annarri. Engar fréttir fyrir hugsandi fólk auðvitað en fyrir þá sem eru efins ættu vinsælustu leitarsetningar varðandi ferðalög á leitarvél Google þetta árið að gefa nokkrar vísbendingar. Kíkjum á þær helstu: Hvar er Balí? Hvað er hægt … Continue reading »