Kannski eitt besta ferðaráð sem þú getur fengið

Kannski eitt besta ferðaráð sem þú getur fengið

Eitt hið allra versta við ferðalög erlendis er þegar farangurinn skilar sér ekki á ákvörðunarstað samhliða eigandanum. Þó margir komist fljótlega að því að það er ekki heimsendir þó gömlu nærurnar og tannburstinn týnist tímabundið þá hefur það neikvæð sálræn áhrif og það á fyrsta degi ferðar. En það er til eitt sem er miklu … Continue reading »

Norwegian fækkar kílóunum og heimtar fleiri seðla

Norwegian fækkar kílóunum og heimtar fleiri seðla

Það var nú eiginlega bara tímaspursmál en lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur nú, fyrirvaralaust, tekið upp handfarangursgjald. Það gildir þó aðeins fyrir fátæku plebbana sem kaupa ódýrustu fargjöldin. Frá upphafi hefur flugfélagið leyft öllum farþegum sínum að hafa með sér 10 kíló eða svo af handfarangri meðferðis í flug án aukakostnaðar. En ekki lengur – nema að … Continue reading »

Loks sér fyrir endann á týndum töskum

Loks sér fyrir endann á týndum töskum

Týndur farangur er risastórt vandamál fyrir ferðalanga og ekki síður kostnaðarsamt fyrir flugfélög heimsins en rannsóknir hafa sýnt að farangursleit og ekki síður að koma honum í hendur eigenda ef töskur finnast kostar flugfélög á heimsvísu um 450 miljarða króna. Nú er kannski endir á þessu í augsýn. Air France er, okkur vitandi, fyrsta flugfélagið … Continue reading »

Hvað ef flugfélag skilur farangurinn þinn eftir?

Hvað ef flugfélag skilur farangurinn þinn eftir?

Alltaf annars lagið kemur upp sú staða að flugfélög misreikna þyngd véla sinna og verða að skilja innritaðan farangur fólks eftir áður en farið er í loftið. Hvað gera þeir sem fyrir verða þá? Þó hvergi séu réttindi flugfarþega eins sterk og í Evrópu er ekki neglt í stein í þeim lögum nákvæmlega hvaða bætur … Continue reading »

Kannski sér loks fyrir endann á týndum töskum í flugi

Kannski sér loks fyrir endann á týndum töskum í flugi

Þó fyrr hefði verið! Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, hefur loks samþykkt að leggja ofuráherslu á að koma á rafrænu kerfi til að fylgjast með farangri þeirra billjóna sem ferðast flugleiðis árlega. Slíkt kerfi skal vera komið í gagnið innan eins árs. Þetta hefur verið hausverkur bæði flugfélaga og farþega þeirra í fleiri áratugi. Þrátt fyrir nútímalega … Continue reading »

Flugfélögin eru að gera þetta allt kolvitlaust

Flugfélögin eru að gera þetta allt kolvitlaust

Eitt hið allra versta við að ganga um borð í áætlunarvél er hversu langan tíma það getur tekið. Hver einasti kjaftur með handfarangur og í troðfullum vélum er á köflum barist um að koma handfarangri fyrir í farangurshólfum meðan þeir sem eru á eftir þurfa að bíða lon og don. Við vitum um fjölmarga sem … Continue reading »

Framúrstefnulegt framtak hjá Etihad

Framúrstefnulegt framtak hjá Etihad

Frá og með deginum í dag geturðu tekið með þér eins margar töskur um borð í vélar Etihad flugfélagsins og þig lystir. Jafnvel þó þú sért að fljúga á tilboðsmiða á ódýrasta farrými. Etihad, ítrekað eitt af bestu flugfélögum heims undanfarin ár, hefur nú ákveðið að slátra hefðbundnum farangursreglum sem velflest betri flugfélög brúka og … Continue reading »

Undarleg frétt vekur upp margar spurningar

Undarleg frétt vekur upp margar spurningar

Vafalítið hafa margir skemmt sér yfir fregn fyrr í vikunni þess efnis að farþega í Leifsstöð hafi verið meinað að fljúga eftir að viðkomandi klæddi sig í átta buxur og tíu peysur til að koma í veg fyrir að þurfa að greiða sérstakt farangursgjald. Skondið vissulega en hér hangir ýmislegt á spýtu. Bæði mbl og … Continue reading »

Mörg flugfélög hyggjast banna snjalltöskur á næsta ári

Mörg flugfélög hyggjast banna snjalltöskur á næsta ári

Íslendingar eru yfirleitt fljótir til þegar nýjungar hvers kyns koma á markaðinn og því má slá föstu að einhverjir þarna úti ferðist ekki þessa dagana án snjalltöskunnar sinnar. Kannski ráð að draga aftur fram þessar gömlu hefðbundnu á nýjan leik því mörg flugfélög hyggjast banna snjalltöskurnar á nýju ári. Fyrir þá sem ekki vita hafa … Continue reading »

Þeir týna ekki bara hundum hjá Icelandair

Þeir týna ekki bara hundum hjá Icelandair

ÆÆÆÆÆ! Þú með barnið á ferðalagi og flugfélagið týnir þeirri tösku sem geymir mesta djásn barnsins: uppáhalds bangsann. Það sýnu verra en týna dýrari hlutum því ekki er verð sett á uppáhalds bangsa barnanna okkar. Þeir eru einfaldlega ómetanlegir. Svona svipað ómissandi og hundarnir okkar. Það er dálítið merkilegt hve illa Icelandair gengur að koma … Continue reading »

Það sem Wow Air gat gert betur í Róm

Það sem Wow Air gat gert betur í Róm

Eina ástæða þess að Róm var ekki byggð á einum degi er sú staðreynd að við þá vinnu voru notaðir ítalskir byggingaverkamenn. Svo segir gamall brandari um þá ægifögru Rómarborg Ítala sem hver hugsandi kjaftur verður að heimsækja minnst einu sinni á lífsleiðinni. Öllu súrari er brandarinn um Íslendingana sem dvöldu vikutíma í borginni án … Continue reading »

Brátt geturðu fylgst með farangrinum þínum í flugi

Brátt geturðu fylgst með farangrinum þínum í flugi

Er þetta ekki draumur í dós? Að geta fylgst nokkuð grannt með farangrinum þínum eftir að þú tékkar inn töskur hjá næsta flugfélagi? Það er ekki bara draumur lengur. Vandamálið er sannarlega til staðar. Flotta nýja ferðataskan sem þú keyptir fyrir Mallorca-ferðina reynist vera illa rifin þegar hún skilar sér af færibandinu. Ekki nóg með það … Continue reading »