Skip to main content

Allt tekur breytingum og þar með talið hið magnaða tákn Parísarborgar, Eiffel turninn. Sá er að taka örlitlum breytingum sem annaðhvort gera hann enn yndislegri heimsóknar eða hræðilegri ef fólk glímir við lofthræðslu.

Lofthræddir gætu átt enn erfiðara með að fara upp í Eiffel turninn í framtíðinni. Mynd Vinci

Lofthræddir gætu átt enn erfiðara með að fara upp í Eiffel turninn í framtíðinni. Mynd Vinci

Verkfræðingar og verkamenn leggja nú lokahönd á það sem hefur verið tveggja ára verkefni; að endurnýja og breyta fyrstu hæð turnsins fræga og verður pallurinn opnaður að fullu á næstu vikum ef allt gengur eftir. Gólfsvæðið hefur verið stækkað og aðgengi að lyftum gert þægilegra enda verið vandamál lengi sökum þess mikla mannfjölda sem heimsækir turninn.

En það sem kannski er mest um vert er að fyrsta hæðin hefur lengi vel verið það allra hæsta sem lofthræddir einstaklingar þora að fara upp í turninn. Jafnvel sú hæð reynst mörgum erfið og eftirleiðis gæti það orðið enn erfiðara. Hluti gólfsins verður nefninlega úr gleri.

Þannig verður hægt að horfa beint niður tæplega 60 metra í djúpið ef svo má að orði komast og það gæti reynst mörgum um megn. Fyrir hina verður heimsókn í Eiffel enn undursamlegri en ella.