Hátíð fyrir alla sem aldrei fá nóg af Jane Austen

Hátíð fyrir alla sem aldrei fá nóg af Jane Austen

Enn þann dag í dag er breski rithöfundurinn Jane Austen meðal víðlesnustu skáldsagnahöfunda heims þó ár og aldir séu síðan hún lést. Bækur hennar seljast enn í stórum upplögum og hátíðir henni til heiðurs trekkja að tugþúsundir. Ein hátíð sérstaklega. Það er Jane Austen festival í bænum Bath í suðvesturhluta Englands en sú hefur skotið … Continue reading »

Sparnaðaraðgerðir Icelandair að leggja líf fólks í hættu?

Sparnaðaraðgerðir Icelandair að leggja líf fólks í hættu?

Jæja gott fólk! Nú erum við að fá nasaþefinn af því þegar forstjórar og forráðamenn ætla sér nú aldeilis að hanga á feitum stöðum sínum og gera sig breiða fyrir framan hluthafa. Það gera þeir auðvitað með því að skera niður kostnað og taka sjénsa. Fyrr í vikunni fluttu fréttamiðlar fregnir þess efnis að áætlunarvél … Continue reading »

Er raunverulega samkeppni í flugi?

Er raunverulega samkeppni í flugi?

Besta leiðin til að komast að því hvort raunveruleg samkeppni ríkir í flugi til og frá landinu er að leita að fargjöldum á extra vinsælum leiðum með skömmum fyrirvara. Miðað við það er samkeppni af skornari skammti en upplýsingagjöf hjá MAST. Þúsundir íslenskra námsmanna sækja heim um jólin héðan og þaðan úr veröldinni. Taðreykt hangikjötið … Continue reading »

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Þennan desemberdag tilkynnti Gamla konan, Icelandair, um sinn 44. áfangastað og þar varð borgin Belfast á Norður-Írlandi fyrir valinu. Vafasamt hvort það gengur upp. Belfast er firna skemmtileg enda Norður-Írar ekkert síðri Írar en hinir sunnar á eyjunni. Margt líkt með skyldum og gengur ekki fjöllum hærra sú saga að þorri kvenfólks á Íslandi megi … Continue reading »

Wow Air langdýrast lággjaldaflugfélaga til London

Wow Air langdýrast lággjaldaflugfélaga til London

Fyrir þau ykkar sem hyggja á ferð til London í desembermánuði er ágætt að setja bak eyra að fljúga með öðrum en íslensku flugfélögunum. Það er að segja nema þú viljir borga helmingi meira fyrir sömu vöru. Í ljós kemur samkvæmt úttekt Fararheill á fargjöldum til London frá Keflavík og aftur heim á þremur mismunandi … Continue reading »

Útsölulok á sumarferðum easyJet

Útsölulok á sumarferðum easyJet

Alltaf yndislegt að komast á góðar útsölur. Ekki síst ef hægt er að komast af landi brott fyrir minna. Mun minna 🙂 EasyJet er nú að bjóða hræbilleg fargjöld á lokasumarútsölu sinni en þar aðeins um 240 þúsund sæti að ræða ef marka má yfirlýsingar flugfélagsins. Efist þú þarf ekki annað en kíkja á vef … Continue reading »

Tólf þúsund kall til Kanarí og fleira gotterí :)

Tólf þúsund kall til Kanarí og fleira gotterí :)

Útsölur eru jafnan skemmtilegar fyrir alla þá sem ekki eru ævimeðlimir í Sjálfstæðisflokknum og láta sérsníða á sig sokka og buff og setja upphafsstafina sína á jakkaboðunginn ef því er að skipta. Það á ekki síst við um útsölur lággjaldaflugfélagsins easyJet. Jamms. EasyJet er að henda út 20 prósenta afsláttarkjörum ofan á fremur lágt verð … Continue reading »

Ef í vandræðum að finna ódýra sumarleyfisferð er ráð að kíkja á easyJet

Ef í vandræðum að finna ódýra sumarleyfisferð er ráð að kíkja á easyJet

Flugfélagið easyJet lætur ekki nægja að selflytja fólk í þotum til og frá. Fyrirtækið selur líka haug af ferðapökkum hingað og þangað og yfirleitt á verði sem við erum ekki vön hér heima. Nokkur handahófskennd dæmi: flug plús vikugisting á fjögurra stjörnu hóteli á Möltu niður í 25 þúsund krónur á mann miðað við tvo. … Continue reading »

Til Edinborgar: easyJet 2 – Wow Air 1

Til Edinborgar: easyJet 2 – Wow Air 1

Þennan daginn bættist enn ein leiðin í flugáætlun Wow Air og barasta ekkert lát virðist á dramatískum uppgangi flugfélagsins. Nú skal láta til skarar skríða til Edinborgar í Skotlandi. Líkast til finnst forráðamönnum Wow Air ekki leiðinlegt að takast á við risa því þetta er annar áfangastaðurinn í röð þar sem fyrir er í rúmi … Continue reading »

Milljón útsölusæti á færibandi

Milljón útsölusæti á færibandi

Þig dauðlangar út í heim en ekki alveg viss hvert eða hvenær. Kannski færðu hugljómun ef þú kíkir inn á vefi flugfélaganna easyJet og Vueling þessa stundina. Bæði eru að henda út útsölusætum í massavís. Bæði fljúga til og frá Íslandi eins og flestum ætti að vera kunnugt. EasyJet til Skotlands, Englands, Sviss og Írlands … Continue reading »

Primera Air svarti sauður ársins 2015

Primera Air svarti sauður ársins 2015

Annaðhvort voru flugfélög sem fljúga til og frá Íslandi að standa sig verr en nokkru sinni ellegar að flugfarþegar eru loks að átta sig á því að það þarf ekki að taka lélegri eða ómerkilegri þjónustu þegjandi og hljóðalaust. Nema hvoru tveggja sé. Samkvæmt úttekt Fararheill á kvörtunum og bótakröfum farþega sem Samgöngustofu barst á … Continue reading »

Wow Air tekur við keflinu af easyJet til Bristol

Wow Air tekur við keflinu af easyJet til Bristol

Menn eru brattir hjá Wow Air þessi dægrin. Þar á að taka hlutina með trompi eins og tilkynning flugfélagsins um áætlunarflug til Bristol næsta sumar ber með sér. Sú frétt var hvorki meira né minna en sú sjötta í röð tilkynninga um fleiri ferðir til fleiri áfangastaða en nú er. Síðustu vikurnar hefur Wow Air … Continue reading »

Sex þúsund kall hingað og þangað með easyJet

Sex þúsund kall hingað og þangað með easyJet

Nú þegar vetur konungur er farinn að banka alvarlega á dyrnar hér heima er til margt verra en tryggja sér flug eða ferðir eitthvað út í heim og hafa eitthvað að hlakka til. EasyJet hjálpar aðeins til. Þar eru nú fargjöld niður í sex þúsund krónur á mann hingað og þangað um Evrópu. Tilboð Bretanna … Continue reading »

Flugfélag Íslands vs easyJet

Flugfélag Íslands vs easyJet

Hvað svo sem má segja um áætlunarflug Flugfélags Íslands til Aberdeen í Skotlandi sem hefst næsta vor þá eru fargjöldin töluvert lægri en í boði var hjá flugfélaginu hér fyrir fimm árum þegar tímabundið var boðið upp á beint flug til Noregs. Úttekt Fararheill leiðir í ljós að lægsta verð á flugi fram og til … Continue reading »