Bestu kaupin í Dublin eru alls ekki í Dublin

Bestu kaupin í Dublin eru alls ekki í Dublin

Velflestir sem til höfuðborgar Írlands koma þessi dægrin kunna vel að meta hversu ódýrt er almennt að versla í verslunum borgarinnar og það jafnvel þó íslenska krónan sé í lægð. En hyggi fólk á sérstaka verslunarferð til Dublin er hið besta ráð að halda burt frá borginni. Eins og gerist með höfuðborgir allra landa heims … Continue reading »

Skemmtilegustu hátíðir Evrópu

Skemmtilegustu hátíðir Evrópu

Viðurkenndu það bara! Allavega einu sinni á lífsleiðinni værir þú alveg til í að kasta af þér öllum fjötrum heimsins og djamma, djúsa og dansa fram í rauðan dauðann

Kannski besti tvö þúsund kall sem þú getur eytt í Dublin

Kannski besti tvö þúsund kall sem þú getur eytt í Dublin

Flest þekkjum við af reynslu steingeldar skoðunarferðir um borgir heimsins þar sem ekið er um og einhver kunnugur staðháttum bendir til hægri og vinstri eftir atvikum og upplýsir um einhver merkilegheit. Slíkir túrar falla fljótt í gleymskunnar dá nema líf og ástríða sé í leiðsögumanninum. Þess vegna er sérstaklega upplífgandi að detta inn í pöbba- … Continue reading »

Tvær götur í Dublin sem þú ættir að forðast

Tvær götur í Dublin sem þú ættir að forðast

Hvert sinn sem við sjáum ferðabæklinga verður okkur hugsað til titillags teiknimyndarinnar Lego Movie en lagið vinsæla „Það er allt svo frábært“ var þar notað af hálfu illra afla til að halda mannskapnum í svaðinu. Það er líka allt frábært í Dublin að því er fram kemur á vef Wow Air sem hefur um hríð … Continue reading »

Í Dublin er Guinness ís líka vinsæll

Í Dublin er Guinness ís líka vinsæll

Spurðu heimamenn í Dublin út í bestu ísbúðina í plássinu og 99% þeirra munu gefa þér sama svarið: Murphy´s við Wicklow stræti. Það eru innan við tíu ár síðan tveir Bandaríkjamenn hófu að leika sér að því að framleiða framandi ís með bragðtegundum úr héraði á Írlandi. Nú eru staðir þeirra þrír og ísinn auðvitað … Continue reading »

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Icelandair til Belfast en úlfur fyrir á fleti

Þennan desemberdag tilkynnti Gamla konan, Icelandair, um sinn 44. áfangastað og þar varð borgin Belfast á Norður-Írlandi fyrir valinu. Vafasamt hvort það gengur upp. Belfast er firna skemmtileg enda Norður-Írar ekkert síðri Írar en hinir sunnar á eyjunni. Margt líkt með skyldum og gengur ekki fjöllum hærra sú saga að þorri kvenfólks á Íslandi megi … Continue reading »

Metnaðarleysi hjá Vita

Metnaðarleysi hjá Vita

Hundrað og sextíu þúsund krónur á par er það allra lægsta sem ferðaskrifstofan Vita getur boðið landanum í þriggja daga borgarferð til hinnar ágætu Dyflinnar á Írlandi. Það er töluvert dýrara en slík ferð þarf að kosta. Vitaferðir, dótturfyrirtæki Icelandair, býður upp á nokkrar ferðir þennan veturinn til Dublin í beinu flugi. Ágætar stuttar ferðir … Continue reading »