Ekki alveg sama hvar þú bókar bílaleigubílinn

Ekki alveg sama hvar þú bókar bílaleigubílinn

Ný úttekt Fararheill hjá þeim þremur aðilum hérlendis sem bjóða okkur gott úrval bílaleigubíla á erlendri grund sýnir að verðlag er mjög upp og niður hjá öllum aðilum og sannarlega hægt að spara með því að framkvæma verðsamanburð áður en bíll er bókaður. Aðilarnir sem um ræðir eru Dohop, Wow Air og Icelandair en fyrir … Continue reading »

RÚV hundsar íslenskan miðil til að benda á svindl og svínarí hjá Dohop

RÚV hundsar íslenskan miðil til að benda á svindl og svínarí hjá Dohop

Svindl og svínarí hjá Dohop var fréttaefni hjá fjölmiðli allra landsmanna, RÚV, þennan daginn. Í því skyni bent á danskan neytendavef. Íslenskur ferðavefur sem bent hefur á það sama um fjögurra ára skeið er hundsaður. Okkur hér almennt illa við að ota okkar tota. Okkur finnst eðlilegt að láta greinar okkar tala sínu máli og … Continue reading »

Hvenær hætti Dohop að vera íslenskt og var selt skattaskjólsfyrirtæki?

Hvenær hætti Dohop að vera íslenskt og var selt skattaskjólsfyrirtæki?

Á vef okkar má finna tæplega 30 greinar um hinn áður alíslenska flugleitarvef Dohop. Sá oft góður til brúksins jafnvel þó á köflum væri lofað helst til mikið upp í ermi. En hvers vegna ekki finnst einn stafur í íslenskum fjölmiðlum um að Dohop hafi verið selt úr landi og það til skattaskjólselskenda er okkur … Continue reading »

Dohop fær óskarinn í þriðja skiptið

Dohop fær óskarinn í þriðja skiptið

Yfirleitt má ekki Íslendingur prumpa erlendis án þess að yfirborðskenndir íslenskir fjölmiðlar fjalli um málið frá A til Ö. Þess vegna vekur sérstaka athygli að engir minnast orði á að flugleitarvefurinn Dohop var fyrir skömmu valinn besti flugleitarvefur heims og það í þriðja skipti. Það er sérdeilis fínn árangur í bransa þar sem samkeppnin er … Continue reading »

Dohop lofar upp í ermi

Dohop lofar upp í ermi

Það er ekkert öðruvísi. Flugleitarvefurinn Dohop segist geta útvegað okkur gistingu á heimsvísu á tilteknum hótelum með 50 prósenta afslætti! Hvern munar ekki um HELMINGS AFSLÁTT á gistingu erlendis? Með slíkt tilboð upp á vasann er næsta auðvelt að bjóða fjölskyldu og nærsveitarmönnum með í mánuð til Tene og eiga samt peninga eftir til að eyða … Continue reading »

Rólegt að gera hjá Dohop

Rólegt að gera hjá Dohop

Gagnrýnin hugsun virðist ekki aðeins á undanhaldi hjá landsmönnum. Hún er beinlínis ekki til staðar hjá tilteknum fréttamönnum Vísis/Fréttablaðsins. Stórundarleg „frétt“ birtist á vef Fréttablaðs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lygara og megaplebba, í dag þess efnis að Manila á Filippseyjum sé FJÓRÐI vinsælasti áfangastaður Íslendinga í Asíu samkvæmt flugleitarvefnum Dohop. Þar tekur „fréttamaðurinn“ Sunna Karen Sigþórsdóttir fréttatilkynningu … Continue reading »

Lægra verð með Icelandair gegnum Dohop en hjá Icelandair

Lægra verð með Icelandair gegnum Dohop en hjá Icelandair

Íslenski flugleitarvefurinn Dohop varð hlutskarpastur á World Travel Awards sem besti flugleitarvefur heims og það í annað skipti á skömmum tíma. Flott hjá þeim. Enn flottara að nú finnur Dohop flug með Icelandair á LÆGRA verði en býðst á vef flugfélagsins sjálfs. Það ekki alltaf verið svo. Icelandair var um tíma í beinu vali hjá … Continue reading »

Dohop aftur í Meistaradeildina

Dohop aftur í Meistaradeildina

Íslenski flugleitarvefurinn Dohop er aftur kominn í Meistaradeildina. Vefurinn hefur komist inn á lista þeirra átta flugleitarvéla sem bestar þykja á heimsvísu samkvæmt Óskarsverðlaunahátíð ferðabransans. Hér um að ræða World Travel Awards, WTA, en þar keppir Dohop við sjö aðrar flugleitarvélar um gullverðlaunin árið 2016. Gullið einu sinni áður lent í skaut Dohoppara en eins … Continue reading »

Ítrekum að Dohop þarf að spýta í lófa

Ítrekum að Dohop þarf að spýta í lófa

Dyggir lesendur Fararheill vita sem er að þrátt fyrir verðlaun og flottheit er hinn íslenski flugleitarvefur Dohop ekki alltaf á tánum fyrir viðskiptavini sína. Ný úttekt staðfestir það. Frosti Sigurjónsson, framsóknarmaður og forkólfur Dohop, lofar bót og betrun á þinginu en á meðan missa menn tökin í fyrirtæki hans. Þau tök að bjóða mest og … Continue reading »

Wow hvað Dohop er aftarlega á meri

Wow hvað Dohop er aftarlega á meri

Þetta er nú eiginlega ekki boðlegt. Einum og hálfum mánuði eftir að flugfélagið AirBaltic hóf að selja beint flug milli Keflavíkur og Vilníus í Litháen og til baka auðvitað er íslenski flugleitarvefurinn Dohop enn úti á þekju. Við hjá Fararheill spáðum réttilega fyrir um það hér fyrir ári síðan að líkurnar á að flugleitarvefurinn Dohop … Continue reading »

Miklu betri þjónusta hjá Dohop

Miklu betri þjónusta hjá Dohop

Flugleitarvefurinn Dohop hefur nú fengið andlitslyftingu svo um munar og þar nú hægt að leita og finna með mun auðveldari og skemmtilegri hætti en hingað til. Þrátt fyrir allar tækninýjungar, eða kannski vegna þeirra allra, er hreint ekkert alltaf auðvelt að finna upplýsingar á netinu. Þar er svo margt villandi eða jafnvel rangt líka að … Continue reading »

Dohop að koma til en betur má ef duga skal

Dohop að koma til en betur má ef duga skal

Árið 2014 vann íslenski flugleitarvefurinn Dohop æðstu verðlaun ferðaiðnaðarins en eins og við spáðum réttilega fyrir féllu þau verðlaun þeim úr skaut árið 2015. En nú virðist birta til að nýju. Af og til gegnum tíðina hefur Fararheill gert samanburð á Dohop annars vegar og vinsælum erlendum flugleitarvélum hins vegar. Fram til 2014 stóð sá … Continue reading »

Dohop að leggja lag sitt við Wow Air

Dohop að leggja lag sitt við Wow Air

Hugmyndin er ekki að gera lítið úr flugleitarfyrirtækinu Dohop en getur það verið góð hugmynd fyrir fyrirtækið að leggja lag sitt við eitt ákveðið flugfélag? Á samfélagsmiðlum má lesa um „samstarf“ Dohop og Wow Air sem felst í því að allir þeir sem „læka“ fésbókarvefi hvors fyrirtækis fyrir sig geti unnið ferð til San Francisco … Continue reading »