Strumparnir, Tinni og Ástríkur í nærmynd í Brussel

Strumparnir, Tinni og Ástríkur í nærmynd í Brussel

Þó öll ritstjórn Fararheill sé komin af léttasta skeiði, þó við harðneitum því opinberlega, höfum við flest æði gaman af teiknimyndasögum. Hinn síungi Tinni og Kolbeinn kafteinn, töffararnir Svalur og Valur, hinir ráðagóðu bláu Strumpar, hinn gallvaski Ástríkur svo ekki sé minnst á hinn baneitraða Viggó Viðutan. Allir ofantaldir eiga dálítið sameiginlegt. Þetta eru allt … Continue reading »

Bestu skemmtigarðar Evrópu

Bestu skemmtigarðar Evrópu

En það eru talsvert fleiri frábærir skemmtigarðar í henni Evrópu sem Frónbúar heyra lítið um

Pissustrákurinn í Brussel á sér systur

Pissustrákurinn í Brussel á sér systur

Margur er knár þótt hann sé smár. Fátt sannar það betur en hinn frægi Mannekin Pis í Brussel, sem sumir kalla bara pissustrákinn, en styttan atarna er efalítið þekktasta tákn Brussel borgar þrátt fyrir 60 sentimetra smæð sína. Það er reyndar ekki aðeins styttan ein og sér sem heillar bæði borgarbúa og ferðamenn til Brussel … Continue reading »

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Þannig má virða fyrir sér í dag stórkostleg mannvirki á borð við Eiffel turninn, Sagrada kirkjuna og Hagia Sophia í smækkaðri mynd í görðum sem gefa Lególandi lítið eða ekkert eftir.

Tinni og leyndardómar Brussel

Tinni og leyndardómar Brussel

Tinni, Tobbi, Kolbeinn kafteinn, Prófessor Vandráður, Skafti og Skapti. Þessar teiknipersónur þekkja flestir Íslendingar og milljónir annarra í heiminum og þrátt fyrir alla nútímavæðingu heimsins virðast vinsældar Tinna og félaga lítið dvína þó þessi unglingslegi fréttamaður með pönkarahárgreiðsluna sé að nálgast áttræðisaldurinn. Höfundurinn belgíski Hérge og sköpun hans eru í hávegum höfð í heimalandinu og í næsta mánuði opnar formlega glæsilegt safn tileinkað sögu þeirra tveggja.

Ekki gleyma Victor Horta í Brussel

Ekki gleyma Victor Horta í Brussel

Ótrúlegur fjöldi fólks sem lítt gefur sér tóm til hugleiðinga stendur í þeirri trú að höfuðborg Belgíu sé þvílíkur Evrópusambandspyttur að þeim dettur ekki í hug að ferðast þangað þótt það fengist gefins. Sem er synd því þó Brussel sé ekki á pari við fallegustu borgir Evrópu á hún alveg sína spretti eins og sjá … Continue reading »

Hið gamla borgarvirki Brussel

Hið gamla borgarvirki Brussel

Ef frá er talið hið stórkostlega Grand Place og örfáir aðrir staðir má fólk má leita töluvert lengi að eldri minjum í Brussel hinni belgísku. Sem er merkilegt fyrir þær sakir að Brussel var ein þeirra stóru miðaldaborga sem þurfti tvö borgarvirki. Lítið sem ekkert er eftir af þeim miklu mannvirkjum ef frá er talinn … Continue reading »

Til Brussel í haust og vetur er 50% ódýrara að fljúga með Wow Air en Icelandair

Til Brussel í haust og vetur er 50% ódýrara að fljúga með Wow Air en Icelandair

Einhver gæti haldið að stjórnendur Icelandair væru á táberginu nú þegar hlutabréf í flugfélaginu falla hraðar en æra Ólafs Ólafssonar. Svo er þó ekki. Í það minnsta ekki til Brussel í Belgíu þetta haustið og veturinn samkvæmt lauslegri og óformlegri úttekt Fararheill. Þar er Wow Air almennt að bjóða svo mikið betur en Icelandair að … Continue reading »

Urrandi samkeppni til Brussel í sumar

Urrandi samkeppni til Brussel í sumar

Þjóðin skiptist sennilega nokkuð í tvennt þegar kemur að aðdáun á hinni belgísku Brussel og á Evrópusambandið þar einhvern hlut að máli. En sé ferð þangað á döfinni er aldrei þessu vant urrandi samkeppni á flugleiðinni næsta sumarið. Það er nokkuð óvenjuleg samkeppni líka því hún er milli Icelandair og Wow Air hvorki meira né minna. … Continue reading »

Mánuði tekur að opna flugvöllinn í Brussel aftur að fullu

Mánuði tekur að opna flugvöllinn í Brussel aftur að fullu

Dagblöð í Brussel greina frá því í dag að ólíklegt þykir að alþjóðaflugvöllur borgarinnar verði að fullu starfhæfur að nýju fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Allt að 800 manns hafa unnið sleitulítið að því að hreinsa til á vellinum í kjölfar hryðjuverkanna þar fyrir viku síðan og það starf gengur vel. Sömuleiðis hafa verkfræðingar … Continue reading »

Fíkniefni að heilla?

Fíkniefni að heilla?

Hvort sem mönnum líkar betur eða verr eru fíkniefni mjög eftirsótt í flestum löndum heims og svo mjög reyndar að þeim fjölgar ört ríkisstjórnunum sem leyfa vægari slík efni.  Eðlilega gætu sumir sagt enda fræðingar almennt sammála um að hálfrar aldar barátta löggæslu gegn slíku hefur lítinn sem engan árangur borið. Jafnvel þó strangt til … Continue reading »

Fjórar fínar á fjórtán og níu með Icelandair

Fjórar fínar á fjórtán og níu með Icelandair

Það er uppi typpið hjá Icelandair. Annan daginn í röð smellir flugfélagið út hraðtilboðum og þar má meðal annars finna fargjöld til fjögurra ágætra borga niður í 14.900 krónur aðra leið. Það er æði gott verð á flugferð og ekki þarf hér að hafa áhyggjur af farangursgjaldi því taska alltaf innifalin og stundum tvær. Osló, … Continue reading »