Frelsisstígurinn í Boston ómissandi upplifun
Leyndardómsfullur bar í Boston þykir fremstur í flokki

Leyndardómsfullur bar í Boston þykir fremstur í flokki

Áfengisþyrstir einstaklingar þurfa litlu að kvíða í Boston í Bandaríkjunum. Samkvæmt Yelp eru ekki færri en 350 barir í borginni allri. Þess vegna er það nokkuð afrek við slíkar samkeppnisaðstæður að einn bar sérstaklega þykir fremri en hinir. Enn merkilegra er að þann bar finnur enginn sem ekki er sérstaklega að leita. Barinn sá er … Continue reading »

Dagur heilags Patreks er glimrandi hátíð

Dagur heilags Patreks er glimrandi hátíð

Þeir sem þekkja Íra vita að þeir þurfa enga sérstaka ástæðu til að lyfta sér upp og þeir gera það af alefli meðan á Degi Heilags Patreks stendur

Í grennd við Boston krabbaveisla á heimsmælikvarða

Í grennd við Boston krabbaveisla á heimsmælikvarða

Bærinn heitir Rockland og er einn af mörgum litlum strandbæjum á norðausturströnd Bandaríkjanna. Hvorki fallegri né merkilegri en nágrannabæir en einu hefur Rockford þó af að státa. Þar fer fram vinsælasta krabbahátíð vestanhafs hvert ár. Bærinn atarna er í rúmlega þriggja stunda akstursfjarlægð frá Boston en það segir þó lítið yfir hásumarið þegar tug- og … Continue reading »

Meira líf í kirkjugörðum vestanhafs

Meira líf í kirkjugörðum vestanhafs

Gegnum tíðina hafa kirkjugarðar oftar en ekki verið nánast heilagir staðir þar sem gestir labba nánast um á tánum til að trufla ekki hina látnu og jafnvel lítið hóstakast litið hornauga af þeim allra afturhaldssömustu. En ekki lengur. Í það minnsta ekki vestanhafs í Bandaríkjunum þar sem líf og læti í gömlum kirkjugörðum er að … Continue reading »

Frelsisstígurinn í Boston með nauðsynlegu drykkjustoppi

Frelsisstígurinn í Boston með nauðsynlegu drykkjustoppi

Jafnvel þó erindi fleiri en færri til Boston í Bandaríkjunum sé að valsa um verslanir en ekki milli merkilegra minja á götum úti er eiginlega algjört lágmark að láta sig hafa rölt eftir hinum fræga Frelsisstíg einu sinni eða svo. Ókunnugir gera sér kannski ekki grein fyrir því en það voru atvik hér í Boston … Continue reading »

Fínt stopp fyrir sælkera í Boston í júlí

Fínt stopp fyrir sælkera í Boston í júlí

Vínframleiðsla í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum er ekki jafn heimsfræg og safinn sem bændur í Kaliforníu kreista úr berjum sínum ár hvert og selja í massavís en víngerð á sé þó hvergi lengri sögu vestanhafs en einmitt í Massachusetts. Í júlímánuði geta áhugasamir bragðað allt það besta á einum stað. Ætíð gaman á vínkynningum og … Continue reading »
Bíllaus í Boston

Bíllaus í Boston

Fararheill fékk fyrirspurn nýlega frá fjölskyldu einni sem ætlar að heimsækja Boston og vildi vita hvort raunverulega væri hægt að skoða borgina og næsta nágrenni án þess að leigja til þess bíl. Góð og gild spurning enda nánast allar borgir í Bandaríkjunum bílaborgir og almenningssamgöngur víða lélegri en nýársræður Ólafs Ragnars á hans forsetaárum. Því … Continue reading »

Sex í Boston

Sex í Boston

Alls staðar í öllum borgum heims er að finna veitingastaði sem ekki komast á blað yfir þá bestu og mestu og á stundum finnast ekki einu sinni í ferðabæklingum eða á netinu. Allnokkrir eðalfínir veitingastaðir í Boston sem heimamenn eru ekkert að auglýsa mikið. Mynd Luis F Franco Svona staðir sem engu að síður nægilega … Continue reading »
Langstærsti gallinn við dúlluferð til Boston

Langstærsti gallinn við dúlluferð til Boston

Það er enn þokkalega í tísku meðal Íslendinga að smella sér til Boston í verslunarferð og þá ekki hvað síst fyrir jól. Fargjöld þangað í lægri kantinum vestur um haf, vöruval frábært og verðlagning allt að helmingi lægra en hér heima. En á þessu er einn hængur. Það þarf ekki að leita lengi að hagstæðum … Continue reading »

Sólskinsparadísin Boston

Sólskinsparadísin Boston

Það er óumdeilt meðal virtari vísindamanna að heimurinn okkar hlýnar hraðar en góðu hófi gegnir sem líklegt er að hafa ýmsar afdrifaríkar afleiðingar fyrir komandi kynslóðir. En fátt er svo með öllu illt… Að því gefnu að það verði líf á jörðinni eftir 82 ár eða svo um aldamótin 2100 geta kaldir Íslendingar á því … Continue reading »