Skip to main content

Enginn á ritstjórn þekkir Boga Nils Bogason, nýráðinn forstjóra Icelandair, prívat né persónulega. Gera má ráð fyrir að kappinn sé velþekktur í fjármálaheimum enda verið límdur við stól fjármálastjóra flugfélagsins frá því fyrir Hrun. Þrátt fyrir það er hann ekkert að rokka neitt mikið.

Bogi virðist ekki vera maðurinn ef marka má hlutabréfagengi Icelandair…

Á litla Íslandi þar sem fjármálaspekingar hittast á fimm mínútna fresti á Klaustri eða þaðan af verri búllum mætti halda að nýr, en mökkreyndur kappi við stjórn eins stærsta fyrirtækis landsins, myndi vekja traust og vellíðan meðal íslenskra milljarðamæringa.

Alas, ekki svo!

Ráðning Boga Nils í stjórastól kom fáum á óvart. Honum tókst að rétta rellu Icelandair af í svo dæmalausum mótbyr að engu tali tekur. Kom ekki á óvart sökum þess að fyrri stjóri var glórulaus með öllu en hélt djobbinu vegna almenns efnahagsuppgangs á Íslandi jafnvel þó verðmæti flugfélagsins félli hraðar en æra Ólafs Ólafssonar. En að rétta skútu/rellu af er ekki það sama og vekja traust og aðdáun. Það er eiginlega dálítið beisik stöff.

Bogi Nils ekki spenntur til hins ítrasta að mati fjármálaspekinga…

Bogi tók við tímabundið þann 4. desember síðastliðinn. Þá kostaði eitt stykki bréf í flugfélaginu sjö krónur og 82 aura. Nú, tæpum tveimur vikum síðar fæst eitt bréf í Icelandair á átta krónur og einn aur. Ráðning Boga því bætt heilum þrettán AURUM eða  2,4 prósentustigum við hlutabréfaverð Icelandair.

Heilan helling sem sagt (ekki.)

Þetta pínu dularfullt. Þokkalega feitur hagvöxtur í landinu og ráð fyrir gert að erlendu ferðafólki fjölgi áfram til og frá landinu á næstu vertíð. Sé það rétt á ekki að vera hægt að reka flugfélag í mínus. En spekingar virðast halda að bogi Nils sé ekki spenntur í þaula. Sem væri alles gut af okkar hálfu ef þetta flugfélag væri ekki á framfæri lífeyrissjóðanna okkar.

Hvað segir það um stjórn Icelandair……