Boeing Max á áætlun hjá Icelandair þrátt fyrir kyrrsetningu

Boeing Max á áætlun hjá Icelandair þrátt fyrir kyrrsetningu

Einn úr ritstjórn að skoða flug fimm mánuði fram í tímann og rakst þá á nokkrar flugferðir Icelandair. Sem er súper eðlilegt mál enda flugfélag. Óvenjulegra að þær ferðir á áætlun með Boeing Max 8 vélum félagsins. Sem enn hafa ekki fengið flughæfisvottun og fátt bendir til að þær fái grænt ljós á næstu mánuðum. … Continue reading »

Þess vegna er Boeing sennilega á lokametrunum

Þess vegna er Boeing sennilega á lokametrunum

Fávísir yfirmenn Icelandair hafa lengi átt í ástarsambandi við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing og keypt hugsunarlítið allt sem þaðan kemur. En þetta löngum flotta bandaríska fyrirtæki hefur verið á brauðfótum um fimmtán mánaða skeið og aðeins eitt þarf í viðbót til að innsigla endanlega örlög þess fyrirtækis. Ekki svo að skilja að Boeing sé að fara … Continue reading »

Krísuástand hjá Boeing

Krísuástand hjá Boeing

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing var ekki á góðum stað áður en faraldur og farbann kom til sögunnar. Nú er fyrirtækið hreint og beint í krísu. Ferðalög flestra í frosti á þessum síðustu og verstu og morgunljóst að jafnvel þó takist að vinna bug á covid-faraldrinum á næstu mánuðum tekur langan tíma að fá fólk til að … Continue reading »

Ef þú hélst að saga Boeing Max gæti ekki versnað…

Ef þú hélst að saga Boeing Max gæti ekki versnað…

Flugmenn glænýrra Boeing Max véla Lion Air og Ethiopian Air, sem brotlentu með hörmulegum afleiðingum á síðasta ári, HÖFÐU AÐEINS TÍU SEKÚNDUR, til að átta sig á og gera ráðstafanir vegna nýs búnaðar í vélunum. Búnaðar sem Boeing sagði engum frá. Saga Boeing Max er farin að nálgast viðbjóðslegustu hryllingsmyndir. Nóg hefur lekið af efni … Continue reading »

Fræðingar Icelandair ekkert mikið að stíga í vitið

Fræðingar Icelandair ekkert mikið að stíga í vitið

Hmmm. Kannski eru sömu fyrirmenn og fræðingar að störfum innanhúss hjá Icelandair nú og þóttu móðins á efstu hæðum í Kaupþingi á árunum fyrir Hrunið. Eða hvers vegna tekur það fræðinga flugfélagsins heilt ár að ákvarða framtíðarstefnu Icelandair varðandi flugflotann? Kannski fá fræðingar Icelandair greitt per fund eða með tímakaup fyrir fundahald. Það útskýrir hvers … Continue reading »

Þess vegna er forstjóri Icelandair kjáni út í eitt

Þess vegna er forstjóri Icelandair kjáni út í eitt

Hmmm! Enginn hjá hinu bandaríska Boeing að kveikja á einni einustu 12 vatta peru varðandi meingallaðar Max-vélar fyrirtækisins. Fyrirtækið ekki lært eina einustu lexíu og hamrar nú þingmenn hægri vinstri til að fá bandarísk flugmálayfirvöld til að leggja flýtiblessun yfir meingallaðar rellur fyrirtækisins. Stjóra Boeing sagt upp störfum þennan daginn í von um að nýr … Continue reading »

Gæðastjóri Boeing ætlar aldrei að fljúga með Dreamliner-vélum fyrirtækisins

Gæðastjóri Boeing ætlar aldrei að fljúga með Dreamliner-vélum fyrirtækisins

Því lengra sem grafið er í skítahauginn sem er flugvélaframleiðandinn Boeing því verri verður lyktin. Einn helsti gæðastjóri fyrirtækisins um 30 ára skeið ætlar aldrei nokkurn tíma upp í Dreamliner-vél Boeing. Aðeins ólesandi einfeldingar vita ekki um vesenið með Max-vélar Boeing flugvélaverksmiðjunnar í Bandaríkjunum. Þar farnar hjáleiðir villt og galið við framleiðsluna til að spara … Continue reading »

Úpps! Enn meira vesen hjá Boeing

Úpps! Enn meira vesen hjá Boeing

Sautjánda apríl 2017 var Boeing 737-700 vél Southwest flugfélagsins á góðri leið frá New York til Dallas þegar eitt stykki hreyfilblað brotnaði af sísona, endasendist í skrokk vélarinnar og braut þar eitt stykki rúðu. Afleiðingarnar þær að einn farþegi sogaðist að hluta til út med det samme og þarf vart að spyrja að leikslokum á … Continue reading »

Hjá Boeing hafa menn logið linnulaust en fjárfestar ginkeyptir

Hjá Boeing hafa menn logið linnulaust en fjárfestar ginkeyptir

”Hluta­bréf Icelanda­ir hafa hækkað um 3,7% í um 47 millj­óna króna viðskipt­um í morg­un. Í gær­kvöldi bár­ust frétt­ir af því að for­svars­menn flug­véla­fram­leiðand­ans Boeing bú­ist við því að 737 MAX-flug­vél­ar fyr­ir­tæk­is­ins, sem voru kyrr­sett­ar eft­ir tvö mann­skæð slys, muni snúa aft­ur í janú­ar.“ Svo hljómar inngangur fréttar á Mbl þennan daginn sem fjallar um að … Continue reading »

Rjúkandi bjartsýni hjá Icelandair með Boeing Max

Rjúkandi bjartsýni hjá Icelandair með Boeing Max

Spekingar Icelandair ganga nú út frá því sem vísu að Boeing Max-vélar félagsins fái leyfi til flugs á ný eigi síðar en í febrúar á næsta ári. Það er töluvert bjartsýnni spá en fræðingar annarra flugfélaga gera ráð fyrir. Eins og lesa má um hér gera áætlanir Icelandair ráð fyrir að Boeing Max-vélar flugfélagsins komist … Continue reading »

Boeing að reyna að bjarga því sem bjargað verður en framtíðin er dökk

Boeing að reyna að bjarga því sem bjargað verður en framtíðin er dökk

Þann 12. september síðastliðinn hóf flugvélaframleiðandinn Boeing að birta slatta af 30 sekúndna löngum myndböndum á helstu samfélagsmiðlum. Myndböndum sem eiga að gera lýðnum ljóst að þrátt fyrir allt og allt hugsar Boeing ekki um annað en öryggi á öryggi ofan. „Öryggi farþega og áhafnar er þungamiðja allrar okkar starfsemi, segir öryggisfulltrúi Boeing, í einu … Continue reading »

Hjá Boeing eru menn ósáttir við að fá ekki já og amen frá flugmálayfirvöldum

Hjá Boeing eru menn ósáttir við að fá ekki já og amen frá flugmálayfirvöldum

Hmmm. Einhver gæti haldið að með þúsund topp lögfræðinga og fimm þúsund topp markaðsfræðinga þá gæti flugvélaframleiðandinn Boeing gert eitthvað rétt. En svo er ekki. Yfirmenn Boeing eru sagðir súrir og sárir með að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum vilja ekki lengur leggjast á bakið og breiða út lappir þegar kemur að því að gefa Max-8 vélum … Continue reading »

Feitur kúkur í brók en Boeing heldur áfram að fokka

Feitur kúkur í brók en Boeing heldur áfram að fokka

Mikið væri óskandi að flugvélaframleiðandinn Boeing færi á hausinn. Þar hafa gráðugir yfirmenn lengi látið hluthafa njóta vafans og hent öryggi og fagmennsku fyrir gróða. Einhver gæti haldið að yfirmenn Boeing hafi lært eins og eina litla lexíu á því að þeirra helsta rella, Boeing Max, hefur nú verið jarðsett í hálft ár og ekkert … Continue reading »