Hætta að fljúga til Birmingham og láta engan vita

Hætta að fljúga til Birmingham og láta engan vita

Það þótti „stórfrétt“ fyrir skömmu hjá Fréttablaðinu að Wow Air leggði flug til og frá Miami í Bandaríkjunum tímabundið á ís. Ekki þykir þó fréttnæmt þar á bæ að Icelandair hætti að fljúga til Birmingham á Englandi. Það er raunin þó reyndar áhugasamir um þær ferðir megi leita lengi að upplýsingum um að flugi til … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir í Birmingham?

Hvað kosta svo hlutirnir í Birmingham?

Við skulum bara viðurkenna það. Stór ástæða þess að okkur flest langar að ferðast út fyrir steina þessa lands er til að komast í fjölbreyttara úrval verslana erlendis sem jafnframt bjóða vörur á töluvert lægra verði en hér er raunin. Samtök verslunarinnar mega mótmæla til endaloka heimsins en staðreyndin er samt sem áður sú að … Continue reading »

Eitt kannski áður en þú heldur til Birmingham

Eitt kannski áður en þú heldur til Birmingham

Eins og hægt er að lesa um í vegvísi okkar um borgina Birmingham í Bretlandi er sú tiltölulega innantóm og ljót á breskan mælikvarða. En það er ekki það sem sjokkerar mest. Enginn gengur mikið um miðborg Birmingham án þess að berja augum heimilislaust fólk en fjöldi fólks í borginni sem þannig er ástatt um … Continue reading »

Fjórar nætur og golf út í eitt á Belfry fyrir 200 þúsund kall

Fjórar nætur og golf út í eitt á Belfry fyrir 200 þúsund kall

Hmmm. Hvort ættum við að kaupa Belfry golfpakka hjá GB ferðum í mars á næsta ári fyrir 238 þúsund fyrir okkur hjónin eða græja ferð sjálf heima í eldhúsi og fá sama pakka fyrir 200 þúsund kall rúman? Það er ekki lítill sparnaður sem fólk nýtur ef þú barasta sest niður eitt fallegt vetrarkvöld og … Continue reading »

Vafi leikur á hausttilboði Icelandair

Vafi leikur á hausttilboði Icelandair

Vegir Icelandair eru órannsakanlegir. Flugfélagið býður nú sérstakt tilboð á flugi til og gistingu í Birmingham eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti. Þetta er svona allsæmilegt tilboð af hálfu Icelandair. 129. 800 krónur fyrir par eða hjón í þriggja nátta stuttan túr er ekkert gefið en með tilliti til að flugið eitt og sér … Continue reading »

Hmm eitthvað smá bogið við þetta hjá GB ferðum

Hmm eitthvað smá bogið við þetta hjá GB ferðum

Ferðaskrifstofan GB ferðir hefur bætt hinum fræga golfvelli Belfry við golfáfangastaði sína þetta árið enda völlurinn skammt frá Birmingham þangað sem Icelandair flýgur beint. Meira úrval er flott mál fyrir golfara. Verra að milli mála fer á vef ferðaskrifstofunnar hvort pakkarnir kosta 160 þúsund á manninn eða 170 þúsund eins og sjá má á vef … Continue reading »

Fjórar fínar á fjórtán og níu með Icelandair

Fjórar fínar á fjórtán og níu með Icelandair

Það er uppi typpið hjá Icelandair. Annan daginn í röð smellir flugfélagið út hraðtilboðum og þar má meðal annars finna fargjöld til fjögurra ágætra borga niður í 14.900 krónur aðra leið. Það er æði gott verð á flugferð og ekki þarf hér að hafa áhyggjur af farangursgjaldi því taska alltaf innifalin og stundum tvær. Osló, … Continue reading »

Flybe að gefast upp á Íslandi?

Flybe að gefast upp á Íslandi?

Lággjaldaflugfélagið Flybe virðist ekki ætla að halda áfram flugi til Íslands mikið lengur ef marka má vef flugfélagsins. Þar lýkur áætlunarflugi þess strax í mars. Fararheill hefur ekki fengið viðbrögð við fyrirspurn um málið en undarlegt verður að telja að vera ekki búnir að framlengja nú þegar. Nema ætlunin sé að hætta flugi? Í öllu … Continue reading »

Í Birmingham, nektarárátta á frægum golfvelli

Í Birmingham, nektarárátta á frægum golfvelli

Icelandair mun brátt hefja reglulega áætlunarflug til Birmingham í Englandi, annarrar stærstu borgar landsins. Skammt frá borginni er hinn sögufrægi golfvöllur Belfry og ef það eitt og sér heillar ekki áhugamenn gæti kannski aukið áhugann að þar fara ítrekað fram nektarsamkvæmi. Belfry, sem reyndar er samnefnari fyrir þrjá golfvelli auk hótels, er einn sá frægasti … Continue reading »

Icelandair tvöfalt dýrari en Flybe til Birmingham

Icelandair tvöfalt dýrari en Flybe til Birmingham

Skammt er síðan breska lággjaldaflugfélagið Flybe tilkynnti um beint flug hingað frá Birmingham í Bretlandi og enn skemmra síðan Icelandair ákvað að fljúga sömu leið á næsta ári. Icelandair er þó varla samkeppnishæft á þessari flugleið. Það allavega, er reyndin, skoði fólk fargjöld beggja flugfélaga en Icelandair hefur þegar sett inn áætlanir sínar til Birmingham … Continue reading »

Flybe ekki upp á marga fiska

Flybe ekki upp á marga fiska

Greint var frá því í dag að breska flugfélagið Flybe myndi fljúga milli Keflavíkur og Birmingham í Englandi þetta sumarið. Sala miða er þegar hafin. Þetta er jákvætt að flestu leyti. Samkeppnin um farþega til Englands harðnar enn meira en orðið er sem er eðalfínt fyrir okkur neytendur. Óvíst er þó hvort fargjöld per se … Continue reading »