Í fótspor meistaranna í Katalóníu

Í fótspor meistaranna í Katalóníu

Enginn skortur er á forvitnilegum stöðum og eða hlutum að sjá og fræðast um í Barcelona og nágrenni. Borgin ein og sér þvílíkur lífsins suðupottur að forvitnir gætu ílengst um áraraðir og samt daglega fundið eitthvað nýtt og spennandi. En stundum vill gleymast að í Katalóníu héraði er ekki síður skemmtilegt að þvælast stefnulaus um … Continue reading »

Viðburðarík verslunarnótt í Barselóna

Viðburðarík verslunarnótt í Barselóna

Heimamenn kalla þetta Verslunarnóttina, Barcelona Shopping Night, sem vitaskuld er hugsuð til að fá kaupglaða til að eyða fleiri seðlum í búðum en annars væri raunin. En það er samt skrambi viðburðarríkur atburður. Síðustu árin hefur Verslunarnóttin farið fram fyrsta fimmtudag í hverjum desembermánuði og einskorðast að mestu við verslanir í Passeig de Gràcia sem … Continue reading »

Bláu sporvagnarnir gera Barcelona betri

Bláu sporvagnarnir gera Barcelona betri

Borgin Barcelona er ein af þeim fegurri á Spáni og þótt mun víðar væri leitað. En stundum er jú erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum og sama gildir um katalónsku höfuðborgina. Langbesti staðurinn til að taka borgina inn í öllu sínu veldi er af toppi Tibidabo fjalls og ferðin þangað með bláu sporvögnunum er skemmtilegt … Continue reading »

50 gráir skuggar Barcelóna

50 gráir skuggar Barcelóna

Fararheill biður þá sem vonuðust eftir svæsnum kynlífssögum frá Miðjarðahafinu afsökunar en hér er erindið að fjalla um dekkri skugga en gerast í klámheimum. Ramblan fræga. Þar eru rán og þjófnaðir mjög tíðir. Þar fremsta þá merkilegu staðreynd að enginn þeirra aðila sem bjóða og kynna ferðir til höfuðborgar Katalóníu finnst nokkur ástæða til að … Continue reading »
Vueling undantekningarlaust að bjóða betur en Wow Air til Barcelóna í sumar

Vueling undantekningarlaust að bjóða betur en Wow Air til Barcelóna í sumar

Það var og. Loks þegar Íslendingar fá sitt eigið „lággjaldaflugfélag“ þá reynist það heimta mun fleiri seðla en erlend lággjaldaflugfélög fyrir sama pakka 🙁 Ritstjórn Fararheill hefur um sjö ára skeið gert verðsamanburð á flugi með hinum og þessum hingað og þangað og gert lesendum viðvart. Dyggir lesendur vita sem er að sjálfskipaða lággjaldaflugfélagið Wow … Continue reading »

Frjáls eins og fuglinn í Barcelóna

Frjáls eins og fuglinn í Barcelóna

Margt frábært er hægt að segja um hina katalónsku Barcelóna nema kannski að hún sé afslappandi. Það er hún einfaldlega ekki sökum mannfjölda, misyndismanna, bílaumferðar, hávaða og áreitni. En það er kannski ein leið til að lágmarka þessi stressandi áhrif á þvælingi hér. Með því að hjóla um borgina. Það kann að hljóma mótsagnakennt enda … Continue reading »

Wow Air lággjaldaflugfélag? Ekki til Barcelóna í sumar

Wow Air lággjaldaflugfélag? Ekki til Barcelóna í sumar

Fyrir tíu árum síðan hefði þótt aldeilis frábær lóttóvinningur að komast í flug til Barcelóna á Spáni fyrir aðeins 30 þúsund krónur aðra leiðina. Það þykir lítt spes lengur en það er engu að síður nálægt því meðaltali sem Wow Air heimtar fyrir farseðil aðra leiðina næsta sumar. Við hjá Fararheill trúum ekki öllu sem … Continue reading »

Húsráð fyrir alla sem eru að deyja úr hita

Húsráð fyrir alla sem eru að deyja úr hita

Ókei, fyrirsögnin kannski ekki alveg sannleikanum samkvæm enda okkur vitandi engin sérstök íslensk húsráð gegn miklum hitum. Eðlilega, enda hitastig á Íslandinu góða sjaldan með þeim hætti að fólki svitni út í eitt. Sérstaklega á sumrin þegar heimamenn fárast öllu meira yfir sólar- og hitaleysi en hinu. En það ættu allir íslenskir sólarlandafarar að þekkja … Continue reading »

Páskar í Barcelóna? Þá ættirðu að bóka hjá Norwegian

Páskar í Barcelóna? Þá ættirðu að bóka hjá Norwegian

Þú hafðir líklega enga hugmynd en þennan veturinn og næsta árið hið minnsta getur þú valið milli FJÖGURRA flugfélaga ef hugur rekur til Barcelóna á Spáni. En sum bjóða betur en önnur eins og gengur. Það bættist eitt flugfélag til í samkeppnina á flugleiðinni milli Keflavíkur og Barcelóna nýverið. Það norska lággjaldaflugfélagið Norwegian og það … Continue reading »

Þessi bjargaði líklega hundruðum frá hörmulegum dauða

Þessi bjargaði líklega hundruðum frá hörmulegum dauða

Það er ekki tekið út með sældinni að stjórna flugumferð á stórum flugvöllum heimsins og þrátt fyrir tól og fullkomnustu tækni geta mistök samt sem áður orðið hvenær sem er. Þetta má glögglega sjá á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var á El Prat flugvellinum í Barcelona. Myndskeiðið er eins og kynning á næstu hasarmynd frá … Continue reading »

Hver var þessi Gaudí?

Hver var þessi Gaudí?

Verk hans tala sínu máli og milljónir heillast árlega af áræðni og stórhug manns sem ákvað að leggja í byggingu á borð við La Sagrada Familia kirkjuna og tók starfið svo alvarlega að hann svaf á byggingarstaðnum mánuðum saman.