Fjórir ómissandi hlutir á Balí

Fjórir ómissandi hlutir á Balí

Það er engin tilviljun að indónesíska eyjan Balí hefur um árabil verið einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna. Heimsklassa strendur, fjölbreytt landslag og dýralíf, menning eyjaskeggja bæði framandi og heillandi og verðlag hæfir pyngjum allra. Auðvelt er að gleyma sér á gullnum ströndunum dag eftir dag en þeir sem leggja á sig langt ferðalag hingað ættu … Continue reading »

Denpasar, Ubud eða Kuta? Hvar er best að dvelja á Balí?

Denpasar, Ubud eða Kuta? Hvar er best að dvelja á Balí?

Valið kann að virðast auðvelt við fyrstu sýn. Það er jú ekki eins og hin gullfallega indónesíska eyja Balí sé ýkja stór og því vandalaust að finna stað við hæfi allra ekki satt? Það er ekki eins og skipulagðar ferðir til Balí héðan frá Íslandi séu algengar en þá sjaldan það gerist þá eru áfangastaðirnir … Continue reading »

Að finna innri frið á Balí með því að láta ropa á þig

Að finna innri frið á Balí með því að láta ropa á þig

Svo þú vilt innri frið og rósemd án þess að hafa mikið fyrir. Þjóðráð að drífa sig til Balí og láta ropa á þig. Sjaldan öll vitleysan eins. Rákumst á þetta myndskeið á vef megastjörnunnar Kim Kardashian. Þar fer stjarnan til nokkurra heilara á eynni fallegu í von um að finna frið og ró í … Continue reading »

Hvenær er best að heimsækja Balí?

Hvenær er best að heimsækja Balí?

Sífellt fleiri Íslendingar vilja til Balí í Indónesíu en merkilega lítið úrval er af skipulögðum ferðum þangað og því margir sem kjósa að gera og græja ferðir sínar þangað sjálf. Það eðalhugmynd hafi fólk þor til að reiða sig á sjálft sig hinu megin á hnettinum viku, tvær eða þrjár. Illu heilli eru of margir … Continue reading »

Pjallan farin að lykta og síga? Drífðu þig til Balí

Pjallan farin að lykta og síga? Drífðu þig til Balí

Við glímum öll við leiðindaáhrif tímans. Hann tekur toll á líkama flestra okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr og fátt eitt til ráða í flestum tilfellum. Ef marka má indónesíska speki er þó til þjóðráð fyrir þær konur sem vilja fríska upp á þreyttar og lúnar pjöllur sínar. Ratu-meðferð er megavinsæl meðal indónesískra … Continue reading »

Hvað kosta svo hlutirnir á Balí?

Hvað kosta svo hlutirnir á Balí?

Við skulum bara viðurkenna það. Stór ástæða þess að okkur flest langar að ferðast út fyrir steina þessa lands er til að komast í fjölbreyttara úrval verslana erlendis sem jafnframt bjóða vörur á töluvert lægra verði en hér er raunin. Samtök verslunarinnar mega mótmæla til endaloka heimsins en staðreyndin er samt sem áður sú að … Continue reading »

Sól, sæla og sálarhreinsun á Balí

Sól, sæla og sálarhreinsun á Balí

Sól og sæla er príma ávísun á bætt og betra geð svona hjá flestum okkar. En hvað ef þú gætir gengið skrefinu lengra og fengið sól, sælu og sálarhreinsun í einu höggi? Sálarhreinsun er stórt orð og auðvitað seint eða aldrei hægt að sanna neitt í þeim efnum. Það er hins vegar staðreynd að sálarhreinsun … Continue reading »

Fengið nóg af fjöldatúrisma á Balí

Fengið nóg af fjöldatúrisma á Balí

Við hjá Fararheill erum að reyna að gera okkur grein fyrir hvort nýleg tilmæli ferðamálayfirvalda í Indónesíu eru stórmerkilegar fréttir eða aðeins plott til að auglýsa ferðamannastaði sína enn frekar. Plottið snýst um að þeir hafa fengið nóg af ferðamönnum til eyjarinnar Balí. Ferðamálayfirvöld eru að hvetja ferðamenn til að ferðast til annarra staða í … Continue reading »

Á Balí er fjárkúgun ferðamanna næsta daglegt brauð

Á Balí er fjárkúgun ferðamanna næsta daglegt brauð

Vandamálið vel þekkt í flestum löndum Suðaustur-Asíu og illa gengur að uppræta. Lögreglu- og embættismenn kúga ítrekað fé af ferðafólki og geta haft töluvert upp úr krafsinu. Þar er Balí engin undantekning. Víðast hvar í þessum hluta Asíu eru launatekjur fólks af skornum skammti svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það á ekki síst … Continue reading »

Þetta kemur mörgum á óvart sem heimsækja Balí

Þetta kemur mörgum á óvart sem heimsækja Balí

Mörgum okkar hefur um ár og raðir blöskrað álagning hérlendis á áfengi sem þýðir að skitið glas af döpru rauðvíni á bar eða veitingastað getur skjagað hátt í þrjú þúsund krónur á verstu stöðunum. En það er annar staðar í heiminum þar sem margir fá sjokk yfir háu verði á áfengi: í Indónesíu. Velflestir sem … Continue reading »

Fram og aftur til Bali um jólin niður í áttatíu þúsund kallinn

Fram og aftur til Bali um jólin niður í áttatíu þúsund kallinn

Á alheimskvarða eru Íslendingar í hópi allra stressaðasta fólks undir sólinni og aldrei stressaðri en fyrir jólin þegar allt þarf að gera og enginn tími til neins. Þá er kjörið að leyfa hjartanu að hvíla sig aðeins langt frá stressi og stússi á Balí í Indónesíu. Það er ekki, hefur aldrei verið og mun líklega … Continue reading »

Ferðaskrifstofan Farvel boðin velkomin í græðgishópinn

Ferðaskrifstofan Farvel boðin velkomin í græðgishópinn

Það var og. Nýleg ferðaskrifstofa sem boðið hefur upp á lægra verð og sérstakari ferðir en hingað til hafa verið í boði hérlendis virðist hafa orðið græðgi og firringu að bráð. Hreint óskiljanlegt með íslensk fyrirtæki en kannski er þetta kennt í viðskiptafræðunum í háskólunum. Ef vel gengur er aldeilis þjóðráð að HÆKKA verð á … Continue reading »

Og svo var það ellefu nátta ferðin til Balí á 150 kallinn á kjaft

Og svo var það ellefu nátta ferðin til Balí á 150 kallinn á kjaft

Jamm, hún er dálítið lygileg þessi fyrirsögn ekki satt? Við erum jú vanari því að sjá ferðir til hinnar ljúfu Balí verðlagðar á vel yfir hálfa milljón króna per haus hér á Fróni. Þetta er staðreynd engu að síður gott fólk og aðeins þarf að eiga viðskipti við Dani en ekki Íslendinga til að finna … Continue reading »