Svarti sauður ársins 2017 er Wow Air

Svarti sauður ársins 2017 er Wow Air

Málið er einfalt. Þegar við fljúgum viljum við að rellan sé á tíma, vel fari um okkur á leiðinni og komast heilu og höldnu á áfangastað. Þá skiptir og máli að þjónustustig sé betra en hjá gistihúsinu Adam á Skólavörðustíg. Með öðrum orðum að flugfélagið beri virðingu fyrir viðskiptavinum sínum. Töluvert vantar upp á þetta … Continue reading »

Reyndu alltaf að skila bílaleigubílnum á opnunartíma til að forðast leiðindi

Reyndu alltaf að skila bílaleigubílnum á opnunartíma til að forðast leiðindi

„Sæl veriði hjá Fararheill. Mig langar að vita hvort þekkt bílaleiga á flugvellinum í París geti sísona tekið 40 þúsund krónur af kreditkortinu mínu vegna djúprar rispu á annarri hlið bílaleigubíls sem ég leigði í vikutíma. Rispu sem ég kannast ekki við en bílaleigan var ekki opin þegar ég skilaði bílnum til að taka af … Continue reading »

Landinn loks farinn að heimta bætur fyrir kúk og kanil og hverjum er það að þakka?

Landinn loks farinn að heimta bætur fyrir kúk og kanil og hverjum er það að þakka?

Vefmiðillinn Vísir.is greindi frá því fyrir skömmu að kvörtunum til Samgöngustofu vegna flugsamgangna og kröfum um bætur hefði snarfjölgað á skömmum tíma. Hverjum skyldi það nú vera að þakka? Látum okkur nú sjá. Hvaða miðill hefur um átta ára skeið bent Íslendingum ítrekað á að sækja hiklaust rétt sinn um leið og eitthvað bjátar á … Continue reading »

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Icelandair skuldar þessum farþegum sínum 50 kall á kjaft eða svo

Ok, við vitum að fátt er leiðinlegra en langt hangs í troðinni Leifsstöð. En farþegar Icelandair til Köben þennan daginn geta þó huggað sig við að vera orðnir tæplega 50 þúsund krónum ríkari án þess að hreyfa legg né lið. Þeir farþegar þurftu nefninlega að gera sér að góðu að bíða aukalega í rúmlega þrjár … Continue reading »

Þessir farþegar Icelandair voru að vinna sér inn 50 þúsund krónur :)

Þessir farþegar Icelandair voru að vinna sér inn 50 þúsund krónur :)

Algjör óþarfi að sýta það ef flug tefst lítið eitt. Svo lengi sem fólk er með réttindi sín á hreinu og sækir rétt sinn getur stutt töf þýtt feitan pening í veskið. Eins og til dæmis farþegar Icelandair frá London þennan daginn geta látið sig hlakka til. Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af … Continue reading »

Fimmtíu þúsund kall í vasa farþega Icelandair til Köben

Fimmtíu þúsund kall í vasa farþega Icelandair til Köben

Talandi um að bæta ekki ráð sitt. Varla sólarhringur síðan við bentum farþegum Icelandair til Köben á að þeir ættu inni tæpar 50 þúsund krónur vegna feitra tafa á flugi. Og voilà! Rúmum sólarhring síðar eiga farþegar Icelandair til Köben AFTUR inni tæplega 50 þúsund kallinn vegna tafa og vesens. Er til illa reknara flugfélag … Continue reading »

Farþegar á leið til Köben með Icelandair vinsamlega athugið

Farþegar á leið til Köben með Icelandair vinsamlega athugið

Góðar fréttir fyrir Íslendinga sem áttu bókað flug með Icelandair til Köben eftir hádegi þennan daginn. Þeir eru tæplega 50 þúsund krónum ríkari. Voll í gangi hjá Icelandair og töluvert um alvarlegar seinkanir hjá flugfélaginu. Meðal annars til Kaupmannahafnar. Á vef flugfélagsins má lesa tilkynningu um umræddar seinkanir en ekki stakt orð um réttindi farþega … Continue reading »

Skúli Mogensen að nískast

Skúli Mogensen að nískast

Merkilegt með þessa íslensku milljarðamæringa. Þegar kemur að því að koma til móts við viðskiptavini samkvæmt lögum og reglum þá tekur áratugi að fá þá til að greiða klink til baka. Skúli Mogensen engu betri þar en forstjóri Primera Air ef marka má umsagnir á samfélagsvefnum Twitter. Eins og Fararheill hefur komið inn á áður lokaði … Continue reading »

Primera Air með allt niðrum sig í Svíþjóð

Primera Air með allt niðrum sig í Svíþjóð

Það er kunnuglegt nafn í öðru sæti á svörtum lista sænska Neytendaráðsins yfir þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem virt hafa að vettugi reglur um endurgreiðslu og eða bætur vegna tafa, seinkana og aflýsinga flugs eða ferða og hafna svo einnig tilmælum Neytendaráðs um að koma til móts við viðskiptavini. Langar þig að geta hvaða fyrirtæki … Continue reading »

Primera Air enn ekki greitt eyri í skaðabætur til farþega sinna

Primera Air enn ekki greitt eyri í skaðabætur til farþega sinna

Þrátt fyrir að hafa verið dæmt til að greiða skaðabætur til farþega sinna hjá tveimur stofnunum hérlendis bólar ekkert á greiðslum frá Primera Air. Þrír mánuðir eru þó liðnir síðan lokaniðurstaða komst í málið. Enginn þeirra farþega Primera Air sem voru sólarhring á leiðinni frá Tenerife heim til Íslands í ágúst 2015 hefur enn fengið … Continue reading »

Lúaleg lögfræðitrix Primera Air

Lúaleg lögfræðitrix Primera Air

Fyrir nokkru varð ljóst að „viðskiptamaður ársins 2007“ beitir óhefðbundum aðferðum til að komast hjá því að greiða viðskiptavinum sínum bætur. Nú er orðið ljóst að aðferðirnar eru lúalegar í meira lagi. Ekki þarf að efast augnablik um að Andri Már Ingólfsson, eigandi og stjórnandi Primera Air, hefur hönd í bagga þegar fyrirtæki hans stendur … Continue reading »

Primera Air viðurkennir sök eftir rúmlega tólf mánaða fjandskap

Primera Air viðurkennir sök eftir rúmlega tólf mánaða fjandskap

Það var og! Eftir rúmlega eins árs baráttu viðskiptavina Primera Air um bætur vegna hryllilegs ferðalags frá Tenerife í ágúst á síðasta ári hefur fyrirtækið loks gefið eftir. Ljóst má vera að Primera Air hans Andra Más Ingólfssonar verður að fá sér betri lögfræðinga. Fyrirtækið hefur barist á hæl og hnakka gegn því að greiða … Continue reading »

Farþegar Icelandair til Glasgow gætu átt von á 33 þúsund kalli í vasann :)

Farþegar Icelandair til Glasgow gætu átt von á 33 þúsund kalli í vasann :)

Óhætt að blása í litla blöðru ef svo vill til að þú átt bókað flug með Icelandair til Glasgow þann 12. ágúst. Fluginu hefur nefninlega seinkað verulega og sterkar líkur á að þú eigir brátt inni 33 þúsund krónur hjá flugfélaginu. Samkvæmt takmörkuðum upplýsingum hefur flugi Icelandair til Denver í Bandaríkjunum seinkað nokkuð vegna „veðurs“ … Continue reading »

Fólk getur bara beðið – Andri Már, Primera Air og íslenska ríkið

Fólk getur bara beðið – Andri Már, Primera Air og íslenska ríkið

Eftir því sem næst verður komist er engrar niðurstöðu að vænta í skaðabótamáli hundruð farþega Primera Air gegn flugfélaginu fyrr en seint í ágúst í fyrsta lagi. Það merkilegt fyrir þær sakir að þá er HEILT ÁR liðið frá því að fólkið varð fyrir þeirri ömurlegu reynslu að vera 26 klukkustundir á leiðinni frá Tenerife … Continue reading »