Sögufrægur bjórkjallari í München þar sem enginn kannast við söguna

Sögufrægur bjórkjallari í München þar sem enginn kannast við söguna

Það má eiginlega miklum tíðindum sæta nú þegar hver borg, bær og krummaskuð á yfirborði jarðar keppist við að rifja upp sögu sína í því skyni að trekkja að ferðamann og annan, að það sama á alls ekki við um borgir Þýskalands. Öðru nær, þar hrista menn hausinn sé spurt um merkilega viðburði. Þessum stað … Continue reading »
Að hífa spýtu er góð skemmtun í fjallaþorpum Alpanna

Að hífa spýtu er góð skemmtun í fjallaþorpum Alpanna

Fyrir okkar leyti er fátt skemmtilegra á þvælingi um heiminn en detta óvænt um ókunnugt fyrirbæri í einhverjum smábæ sem varla finnst á korti. Slíkar stundir reyndar erfiðara að upplifa nú þegar allt er meira og minna komið á netið. Og þó. Sá sem röltir um miðbæ margra bæverskra fjallaþorpa þann 29. apríl finnur fátt … Continue reading »

Fjórir mínusar við Októberfest í München

Fjórir mínusar við Októberfest í München

Ritstjórn Fararheill er rammsek um að hvetja ævintýragjarna lesendur sína til að blæða í eins og eina ferð á hið víðfræga Októberfest í München í Þýskalandi enda stórmagnað fyrirbæri. En við höfum ekki mikið bent á gallana við heimsókn yfir þann tíma. Gallarnir eru mismargir og fara eftir því hversu siglt fólk er. Ævintýrafólk lendir … Continue reading »

Hagnýtir punktar varðandi Októberfest

Hagnýtir punktar varðandi Októberfest

Öllum finnst okkur tíminn líða of hratt og fyrr en varir er enn einu sinni komið að einni merkustu hátíð heims: Októberfest í Bæjaralandi. Henni hleypt af stokkunum í september og í raun ekki seinna vænna að fara að negla niður hótel ef búa á nálægt hátíðarsvæðinu.  Við mælum hundrað prósent eindregið með ferð á … Continue reading »

Öllu minna gaman á Októberfest þetta árið

Öllu minna gaman á Októberfest þetta árið

Ein allra skemmtilegasta hátíð Evrópu verður minna skemmtileg þetta árið. Það skýrist af hættunni á hryðjuverkum sem hefur það í för með sér nú að öryggisgæsla verður stórefld frá því sem verið hefur. Það er ekkert skrýtið að Þjóðverjar hafi áhyggjur af þessari stærstu hátíð Evrópu en Októberfest í Munchen sækja heim sex milljónir manna … Continue reading »

Átta hundruð á neyðarmóttöku fyrstu helgi Októberfest

Átta hundruð á neyðarmóttöku fyrstu helgi Októberfest

Stærsta hátíð heims, Októberfest í München, er ekki bara leðurbuxnadans á rósum. Opnunarhátíðin sem hófst nú um helgina þetta árið þótti takast frábærlega og ein milljón manns sögð á staðnum þrátt fyrir leiðinlegt veður. Þó ekki frábærar en svo að tæplega átta hundruð manns þurftu að leita sér læknisaðstoðar. Yfirleitt fer lítið fyrir neikvæðum hliðum … Continue reading »