Indæl vikudvöl í Alpaþorpi með öllu inniföldu fyrir rúmlega 60 þúsund á mann

Indæl vikudvöl í Alpaþorpi með öllu inniföldu fyrir rúmlega 60 þúsund á mann

Það er sífellt stærri hópur innlendinga sem hafna hangsi á sólbörðum ströndum erlendis og kjósa fremur annars konar útivist þar sem hreyfing og náttúrufegurð kemur við sögu. Þá er nú fátt jafn kostulegt og að þvælast um í hinum geysifallegu dölum Alpafjalla. Eitt það svæði sem af ber í austurrísku Ölpunum er Zillertal en þar … Continue reading »

Nokkrir punktar varðandi Zell am See

Nokkrir punktar varðandi Zell am See

Ekki allir ferðamannastaðir hafa fyrir því að útbúa fínan og flottan bækling um siði og venjur á staðnum og hvernig best sé fyrir ferðafólk að haga sér. En yfirvöld á hinum vinsæla skíðaáfangastað Zell am See telja slíkan bækling hinn eðlilegasta hlut. Bæklingurinn sá var ekki fyrr kominn út en kvartanir tóku að berast að … Continue reading »

Hið merkilega Kugelmugel lýðveldi

Hið merkilega Kugelmugel lýðveldi

Í öðrum enda hins stóra og yndislega borgargarðs Prater í Vínarborg í Austurríki gefur að líta byggingu sem stingur mjög í stúf við allt annað hér í kring. Um er að ræða hringlaga appelsínugulan hnött með gluggum og rammgerð vírgirðing allt í kring sem lokar fyrir aðgang að þessu undarlega fyrirbæri. Þetta er Kugelmugel lýðveldið … Continue reading »

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Svipað dýrt á skíði í Noregi og Austurríki

Þó fullyrða megi að í huga Íslendinga sé ekki sami sjarminn yfir skíðabrekkum í Noregi og í Ölpunum kemur í ljós við úttekt Fararheill að verð fyrir gistingu og skíðapassa á bestu skíðasvæðum Noregs við Lillehammer er nokkuð á pari við það sem gerist á vinsælli skíðasvæðum Austurríkis. Það líður að skíðavertíðinni og eins og … Continue reading »

Helstu jólamarkaðir Evrópu

Helstu jólamarkaðir Evrópu

Heims um ból, helg eru jól og kaupmenn gleðjast. Það er þessi tími ársins aftur sem annaðhvort vekur gleði og kátínu í björtum hjörtum eða andvarpi hjá flestum þeim er komnir eru yfir tvítugsaldurinn. Stemmningu á jólamörkuðum í Evrópu verður illa lýst en hún er yfirleitt afar góð. Frónbúar hafa aldrei átt þess kost að … Continue reading »
Austurrísku Alparnir á tilboðsverði

Austurrísku Alparnir á tilboðsverði

Nöfn staða á borð við Benidorm, Alicante, Algarve eða Antalya vekja hroll hjá ákveðnum hópi fólks sem ekki getur hugsað sér að eyða frítíma bráðnandi á skítugri ströndu. Sama fólk gæti þó kannski hugsað sér góða fjallaferð í Ölpunum. Við rákumst á skratti fína vikuferð til Austurríkis þar sem gist er á klassísku austurrísku fjallahóteli … Continue reading »

Uppselt á Eurovision í Vínarborg

Uppselt á Eurovision í Vínarborg

Miðar á úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar sem fram fer í Vínarborg eru uppseldir með öllu en áhugasamir eiga enn möguleika að verða sér úti um aðgang að undanúrslitakvöldum keppninnar. Þetta má sjá á opinberum vef keppninnar en allra ódýrasti miðinn úrslitakvöldið 23. maí kostaði litlar átta þúsund krónur og sá dýrasti um 45 þúsund krónur. Töluvert … Continue reading »

Tíu bestu hótel heims 2015

Tíu bestu hótel heims 2015

Það er sá tími ársins þegar hinn risavaxni einkunnavefur TripAdvisor sendir frá sér árlegan lista sinn yfir þau hótel heims sem best og mest þykja meðal ferðamanna. Sem fyrr eiga vestræn hótel bágt með að fóta sig á þessum fræga lista og af topp tíu hótelunum þetta árið eru aðeins tvö sem ekki eru víðsfjarri … Continue reading »

Svona sparar þú fúlgur á eðalgóðri skíðaferð

Svona sparar þú fúlgur á eðalgóðri skíðaferð

Skoðun á vefum ferðaskrifstofanna hérlendis leiðir í ljós að æði margar ferðir þeirra á skíðasvæði í Austurríki gegnum Salzburg eru uppseldar þegar þetta er skrifað. Það í sjálfu sér kemur lítt á óvart; skíðaferðir eru jú stórkostlega skemmtilegar og allir sem á skíði hafa komið eru reiðubúnir að greiða extra fyrir aðgang að toppskíðasvæðum Evrópu. … Continue reading »

Úrval Útsýn gefur ekki þumlung né krónu

Úrval Útsýn gefur ekki þumlung né krónu

Seint í dag barst okkur skeyti frá Úrval Útsýn þar sem því var komið á framfæri að fjögur sæti í vikulangri jólaskíðaferð til Zell am See í Austurríki væru nú til sölu vegna forfalla. Ekki dettur ferðaskrifstofunni í hug að lækka verðið um eina krónu þó brottför sé síðar í þessari viku og ferðin atarna … Continue reading »

Hagstæðara að leigja skíðabúnað en taka með í vélum Wow Air

Hagstæðara að leigja skíðabúnað en taka með í vélum Wow Air

Í mörgum tilfellum getur það borgað sig fyrir skíðaáhugafólk að taka ekki með sér skíðabúnað þegar farið er í Alpaferðir með Wow Air samkvæmt úttekt Fararheill. Eins og við höfum áður gagnrýnt þá auglýsir Wow Air „skíðaferðir“ sem eru þó því marki brenndar að engin skíðabúnaður er innifalinn í uppgefnu verði og þaðan af síður … Continue reading »

Heimsferðir í algjöru rugli

Heimsferðir í algjöru rugli

Ætli Elko kæmist upp með að auglýsa þurrkara á tilboði sem svo kæmi í ljós að væru án þurrktromlu sem þyrfti að kaupa aukalega? Kannski í fimm mínútur eða svo enda yrðu viðskiptavinir aldeilis brjálaðir og umsvifalaust hringt í fjölmiðla og Neytendastofu. Hvers vegna það er ekki raunin með það sem ferðaskrifstofur margar kalla skíðaferðir … Continue reading »

Jólamarkaðir eins og viskí; því eldri því betri

Jólamarkaðir eins og viskí; því eldri því betri

Vart er blaði eða tímariti flett þessa dagana án þess að finna flott myndskreyttar greinar um heillandi og spennandi jólamarkaði eftir einhverja krakka á lágmarkslaunum sem aldrei hafa farið á erlenda jólamarkaði. Þar er gjarnan hent fram þýðingu á erlendum greinum um vinsæla markaði og yfirleitt alltaf í Evrópu þó jólamarkaði megi finna í einhverju … Continue reading »