Settu Taj Mahal á ís þetta árið

Settu Taj Mahal á ís þetta árið

Að minnsta kosti ein ung íslensk hjón verða eilítið skúffuð á Indlandi í mars næstkomandi. Þau skipulögðu funheitan túr um þetta mikla land á síðasta ári og ætlunin að sjá flest sem markvert er á tveimur mánuðum. Hið mikla mannvirki Taj Mahal mun valda þeim vonbrigðum. Það er þetta sígilda með Murphy og lögmálið hans: … Continue reading »

Að bera bossann í Asíu ekki góð hugmynd

Að bera bossann í Asíu ekki góð hugmynd

Að bera afturendann hefur sjaldan þótt tiltökumál á Vesturlöndum. Slíkt oftar en ekki til gamans gert og sé það utan alfaraleiða er lítill skaði skeður. Það á hins vegar ekki við um flest lönd Asíu. Tveir samkynhneigðir menn voru fyrir stuttu stöðvaðir á heimleið í flugstöð í Tælandi. Sem getur jú gerst burtséð frá kynferði … Continue reading »

Fjórir ómissandi hlutir á Balí

Fjórir ómissandi hlutir á Balí

Það er engin tilviljun að indónesíska eyjan Balí hefur um árabil verið einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna. Heimsklassa strendur, fjölbreytt landslag og dýralíf, menning eyjaskeggja bæði framandi og heillandi og verðlag hæfir pyngjum allra. Auðvelt er að gleyma sér á gullnum ströndunum dag eftir dag en þeir sem leggja á sig langt ferðalag hingað ættu … Continue reading »

Líklega merkilegasta verslunarmiðstöð heims

Líklega merkilegasta verslunarmiðstöð heims

Árið 1979 hefði fólki fyrirgefist að stoppa stutt í borginni Shenzhen í Kína enda þar nákvæmlega ekkert að sjá. Eini iðnaður þeirra 300 þúsund sálna sem þar bjuggu byggðist alfarið á fiskveiðum. Hraðspólum til ársins 2017 og enn þykir Shenzen að mestu leyti nauðaómerkilegur staður þó þar búi nú tólf milljónir. En þar er þó … Continue reading »

Hvenær er best að heimsækja Balí?

Hvenær er best að heimsækja Balí?

Sífellt fleiri Íslendingar vilja til Balí í Indónesíu en merkilega lítið úrval er af skipulögðum ferðum þangað og því margir sem kjósa að gera og græja ferðir sínar þangað sjálfir. Það eðalhugmynd hafi fólk þor til að reiða sig á sjálft sig hinu megin á hnettinum viku eða tvær. Illu heilli eru of margir sem … Continue reading »

Hvað er málið með allar typpamyndirnar í Bútan?

Hvað er málið með allar typpamyndirnar í Bútan?

Það er margt merkilegt sem mætir sjónum þeirra ferðamanna sem heimsækja hið fremur lokaða konungsríki Bútan. Náttúrufegurð á heimsmælikvarða, byggingar margar hrein listaverk, fólkið lífsglatt þrátt fyrir erfitt líf og ekki má heldur gleyma typpamyndunum. Já, við sögðum typpamyndunum. Teikningar af þeim ágæta líkamshluta er að finna á áberandi stöðum á fjölda bygginga vítt og … Continue reading »

Fengið nóg af fjöldatúrisma á Balí

Fengið nóg af fjöldatúrisma á Balí

Við hjá Fararheill erum að reyna að gera okkur grein fyrir hvort nýleg tilmæli ferðamálayfirvalda í Indónesíu eru stórmerkilegar fréttir eða aðeins plott til að auglýsa ferðamannastaði sína enn frekar. Plottið snýst um að þeir hafa fengið nóg af ferðamönnum til eyjarinnar Balí. Ferðamálayfirvöld eru að hvetja ferðamenn til að ferðast til annarra staða í … Continue reading »

Príma fargjöld Finnair til Asíu

Príma fargjöld Finnair til Asíu

Þúsundir Íslendinga leggja leið sína til Asíu hvert einasta ár og velflestir skipuleggja ferðir sínar sjálfir. Þeir hinir sömu gætu gert verri hluti en skoða tilboð Finnair frá Helsinki næstu mánuðina. Finnair hefur aldrei fengið sérstök verðlaun fyrir hagstæð fargjöld gegnum tíðina. Þvert á móti hefur flug með þessu ágæta flugfélagi verið í dýrari kantinum … Continue reading »

Á helgum stað á Indlandi kynlífsstellingar í hundraðavís

Á helgum stað á Indlandi kynlífsstellingar í hundraðavís

Á sama tíma og hér var kristni troðið með valdi ofan í lýðinn árið 1000 voru herrar hinu megin á hnettinum uppteknir við aðra iðju. Að byggja hin reisulegustu hof og musteri og sum þeirra skreytt á vægast sagt svæsinn hátt. Hér er verið að vísa til hinna stórmerkilegu mustera hindúa sem saman kallast Khajuraho … Continue reading »

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Heillandi smáríki í orðsins fyllstu

Þannig má virða fyrir sér í dag stórkostleg mannvirki á borð við Eiffel turninn, Sagrada kirkjuna og Hagia Sophia í smækkaðri mynd í görðum sem gefa Lególandi lítið eða ekkert eftir.

Sex hlutir að varast í Tælandi

Sex hlutir að varast í Tælandi

Einu gildir til hvaða lands þú ferðast í veröldinni, það er víst að einhver þar hugsar sér gott til glóðarinnar gagnvart ferðamönnum. Vandfundinn sá áfangastaður þar sem einhvers konar svindl og prettir er ekki í gangi þó í misjöfnum mæli sé. Í Tælandi er þetta allstórt vandamál og ekki líður dagur án þess að ýmsir … Continue reading »