Að hífa spýtu er góð skemmtun í fjallaþorpum Alpanna

Að hífa spýtu er góð skemmtun í fjallaþorpum Alpanna

Fyrir okkar leyti er fátt skemmtilegra á þvælingi um heiminn en detta óvænt um ókunnugt fyrirbæri í einhverjum smábæ sem varla finnst á korti. Slíkar stundir reyndar erfiðara að upplifa nú þegar allt er meira og minna komið á netið. Og þó. Sá sem röltir um miðbæ margra bæverskra fjallaþorpa þann 29. apríl finnur fátt … Continue reading »

Area 47 öllu skemmtilegra en Area 51

Area 47 öllu skemmtilegra en Area 51

Vel lesið fólk og samsæriskenningarsmiðir vita vel af tilvist hins afar leynilega svæðis Area 51 vestur í Bandaríkjunum en það dregur til sín fjölda fólks árlega þó lokað sé. Fyrir okkar leyti á Fararheill erum við miklu, miklu hrifnari af Area 47 sem finnst á töluvert fallegri stað í austurrísku Ölpunum.  Þó Gunnar á Hlíðarenda … Continue reading »
Sumarhúsin í Ölpunum verða vart svalari en þetta

Sumarhúsin í Ölpunum verða vart svalari en þetta

Sumrin í Sviss eru engu lík eins og þær þúsundir Íslendinga sem þangað hafa farið í göngu- eða fjallaferðir geta vitnað. Djúpir grösugir dalirnir og hrikaleg fjallasýn til flestra átta hrífa milljónir árlega sem á annað borð kunna að meta Móður Náttúru. Hvers vegna þá að láta nægja að dvelja á hótelum í geldum borgum? … Continue reading »

Gönguferð í Ölpunum og Schubert í kaupbæti

Gönguferð í Ölpunum og Schubert í kaupbæti

Víða um heim eru það tekjur af ferðamönnum sem skipta milli feigs og ófeigs og varla til sá bær, borg eða svæði sem ekki reynir að trekkja með einhverjum hætti. Tveir smábæir í austurrísku Ölpunum hafa náð að skapa sér sérstöðu með árlegri hátíð til heiðurs tónskáldinu Franz Schubert. Það er því tónlist Schuberts sem … Continue reading »

Eitt kannski áður en þú bókar skíðaferðina

Eitt kannski áður en þú bókar skíðaferðina

Flestar stærri ferðaskrifstofur landsins bjóða upp á skíðaferðir á nýju ári og það vel enda fátt yndislegra en fá kapp í kinn í alvöru brekkum Alpafjalla hvort sem er á skíðum eða brettum. Öllu verra að lítinn sem engan snjó er að finna neins staðar í Alpafjöllum. Það er nefninlega dálítið af það sem áður … Continue reading »

Með lest á topp skíðasvæði

Með lest á topp skíðasvæði

Þó aldrei megi alhæfa neitt hafa skíðaferðir íslensku ferðaskrifstofanna liðna vetur verið í dýrari kantinum. Ein er sú krókaleið sem fólki býðst að fara til að komast á fyrsta flokks skíðasvæði og það með nokkrum stæl og afslappandi hætti. Með Eurostar lestinni beint frá London. Eurostar er fyrirtækið sem rekur lestir þær er fara undir … Continue reading »

Indæl vikudvöl í Alpaþorpi með öllu inniföldu fyrir rúmlega 60 þúsund á mann

Indæl vikudvöl í Alpaþorpi með öllu inniföldu fyrir rúmlega 60 þúsund á mann

Það er sífellt stærri hópur innlendinga sem hafna hangsi á sólbörðum ströndum erlendis og kjósa fremur annars konar útivist þar sem hreyfing og náttúrufegurð kemur við sögu. Þá er nú fátt jafn kostulegt og að þvælast um í hinum geysifallegu dölum Alpafjalla. Eitt það svæði sem af ber í austurrísku Ölpunum er Zillertal en þar … Continue reading »

Austurrísku Alparnir á tilboðsverði

Austurrísku Alparnir á tilboðsverði

Nöfn staða á borð við Benidorm, Alicante, Algarve eða Antalya vekja hroll hjá ákveðnum hópi fólks sem ekki getur hugsað sér að eyða frítíma bráðnandi á skítugri ströndu. Sama fólk gæti þó kannski hugsað sér góða fjallaferð í Ölpunum. Við rákumst á skratti fína vikuferð til Austurríkis þar sem gist er á klassísku austurrísku fjallahóteli … Continue reading »

Frí gisting á Ítalíu… ef þú þorir

Frí gisting á Ítalíu… ef þú þorir

Oftar en ekki þurfa ferðamenn að punga drjúgt fyrir hvers kyns gistingu í Alpafjöllum enda úrval takmarkað og ásókn mikil. Það á þó ekki við um einn kósí fjallakofa á Foronon Buinz fjalli Ítalíumegin. Þar má gista frítt. Hér hangir þó aðeins á spýtu því kofinn atarna stendur efst á umræddum toppi í 2532 metra … Continue reading »