Í Alicante í desember? Þá er þjóðráð að eyða kvöldstund í El Campello

Í Alicante í desember? Þá er þjóðráð að eyða kvöldstund í El Campello

Það vita reyndir Alicante-farar að norðasti hluti borgarinnar, sem fræðilega tilheyrir ekki Alicante-borg, er El Campello. Ekkert frámunalega merkilegt við það bæjarstæði en í desembermánuði ár hvert er extra góð ástæða til að láta sig hafa rúnt á þær slóðir. El Campello er tæknilega annar bær en Alicante en það ekkert að marka. Svona svipað … Continue reading »

Hugmynd ef þú þarft að bíða í Alicante eða Barcelóna

Hugmynd ef þú þarft að bíða í Alicante eða Barcelóna

Eins og við höfum áður greint frá bjóða flugfélög okkur oft upp á heldur dapurlegan flugtíma frá Spáni í áætlunarflugi. Fólk heim á leið frá Alicante eða Barcelóna þarf að gera sér að góðu að eyða tíma langt fram á kvöld og jafnvel nótt til að geta sest um borð og haldið heim. Ólíkt sömu … Continue reading »

Sex í Alicante

Sex í Alicante

Víðast hvar í Alicante og nágrenni má fá alveg hreint ágætan mat og oftast betri mat en fæst og finnst á stöðum sem eru gegnsósa af fjöldatúrisma eins og raunin er um þessa ágætu spænsku borg. En það er auðvitað munur á ágætum mat og stórkostlegum... Það verður að segjast eins og er að það … Continue reading »
Húsráð fyrir alla sem eru að deyja úr hita

Húsráð fyrir alla sem eru að deyja úr hita

Ókei, fyrirsögnin kannski ekki alveg sannleikanum samkvæm enda okkur vitandi engin sérstök íslensk húsráð gegn miklum hitum. Eðlilega, enda hitastig á Íslandinu góða sjaldan með þeim hætti að fólki svitni út í eitt. Sérstaklega á sumrin þegar heimamenn fárast öllu meira yfir sólar- og hitaleysi en hinu. En það ættu allir íslenskir sólarlandafarar að þekkja … Continue reading »

Lítið vit í kolli stjórnenda Icelandair

Lítið vit í kolli stjórnenda Icelandair

Þrjátíu mismunandi áfangastaðir en alls engar beinar ferðir til vinsælasta áfangastaðar Íslendinga??? Hér kannski ástæða þess að Icelandair gengur ekkert allt of vel. Stjórnendur Icelandair þurfa á endurmenntunarnámskeið eigi síðar en í gær. Það eina sem þeim dettur í hug sem viðbrögð við því að skæðasti keppinauturinn liggur undir moldu er að snarhækka fargjöld til … Continue reading »

Fákeppni til Alicante og Norwegian nýtir sér það

Fákeppni til Alicante og Norwegian nýtir sér það

Meðan Wow Air var, hét og hélt uppi reglulegu áætlunarflugi til hins vinsæla áfangastaðar Alicante var hending að lægstu fargjöld fram og aftur færu yfir 40 þúsund krónur og oft töluvert lægra en það. Nú er fólk heppið að sleppa sömu leið kringum 60 þúsund krónur að sumarlagi. Eftir fall Wow Air var í raun … Continue reading »

Fyrirtaks golf en Hotel Alicante Golf hefur séð betri tíma

Fyrirtaks golf en Hotel Alicante Golf hefur séð betri tíma

Það má leita mjög lengi að fyrirtaks velli og golfhóteli nánast inni í miðri borg. Slíkt heillar eðlilega þá sem vilja spila golf út í eitt en einnig njóta þess besta í mat og verslun án þess að þurfa að leigja bíl og aka vegalengdir. Hotel Alicante Golf í Alicante á Spáni býður akkúrat upp … Continue reading »

Wow Air slúttar beinu flugi til Alicante

Wow Air slúttar beinu flugi til Alicante

Nú þegar skóinn kreppir hjá Wow Air Skúla Mogensen gæti einhver haldið að flugfélagið myndi halda sem lengst í flugferðir sem skila feitum arði. Það virðist þó ekki vera raunin. Wow Air slúttar öllu flugi til og frá Alicante á Spáni strax þann 4. nóvember. Þær þúsundir Íslendinga sem sækja Alicante heim að vetrarlagi verða … Continue reading »

Ennþá að negla gistingu gegnum Booking?

Ennþá að negla gistingu gegnum Booking?

Lesendur okkar vita sem er að við erum lítt hrifin af hinum geysivinsæla vef Booking. Ástæðan sú að sá er yfirleitt ekki að bjóða lægsta verðið og sú staðreynd að móðurfélagið geymir sitt í skattaskjólum til þess að þurfa nú ekki að greiða sent til samfélagsins. Það bregst ekki að í hvert sinn sem við … Continue reading »

Primera Air trompar Wow Air næstu vikurnar til Alicante

Primera Air trompar Wow Air næstu vikurnar til Alicante

Þreytt á kulda og trekki á klakanum og viljið út í sól hið snarasta. Þá er vitlegt að skoða hvað Primera Air er að bjóða næstu vikurnar. Undantekningarlítið að bjóða lægri verð en Wow Air til Alicante. Þér fyrirgefst ef þú ert með upp í kok af verulega þreyttu veðri á klakanum undanfarna mánuði. Nístandi … Continue reading »

Til Alicante í apríl? Þá er Vita að toppa Wow Air

Til Alicante í apríl? Þá er Vita að toppa Wow Air

Ferðaskrifstofan Vita, dótturfyrirtæki Icelandair, virðist hafa náð feykigóðum díl við eigið móðurfyrirtæki ef marka má tilboð ferðaskrifstofunnar á flugi til og frá Alicante í apríl. Tilboð sem toppar það sem Wow Air býður á sama tíma. Skondið að ímynda sér hvernig þessi kaupin á eyrinni gætu hafa átt sér stað: Vita: „Sæl. Vita hér. Heyrðu, … Continue reading »

Sumarferðir auglýsa „betri verð.“ Er það rétt?

Sumarferðir auglýsa „betri verð.“ Er það rétt?

Dótturfyrirtæki Úrval Útsýn Pálma Haraldssonar, Sumarferðir, auglýsir nú víða að fyrirtækið bjóði „betri verð  í sumarsól“ eins og það er orðað. Enginn þar virðist nógu gamall til að vita að orðið verð fyrirfinnst aðeins í eintölu. Burtséð frá kjánalegum stafsetningarvillum lék okkur hugur að vita hvort yfirlýsing Sumarferða standist. Það er jú ólöglegt að auglýsa … Continue reading »

Hvers vegna fer Wow Air Krísuvíkurleiðina til Alicante?

Hvers vegna fer Wow Air Krísuvíkurleiðina til Alicante?

Það kann að hljóma hjákátlega að segja að eitthvað flugfélag fari Krísuvíkurleiðina alla leið til Alicante á Spáni en þar auðvitað verið að meina að tekin sé seinfarnari eða lengri leið en ella er þörf á. Merkilegt nokk virðist það reyndin til Alicante. Þrjú flugfélög skottast með okkur til hinnar vinsælu Alicante á austurströnd Spánar … Continue reading »