Allt vitlaust yfir Airbnb í Edinborg

Allt vitlaust yfir Airbnb í Edinborg

Borgarbúar í Edinborg eru ekki alveg hundrað prósent sáttir. Svo margar íbúðir og húsnæði miðsvæðis í borginni hafa nú verið keyptar af fjárfestingaplebbum og auglýstar til leigu á Airbnb að íbúar flýja nú í stríðum straumum. Hljómar kannski kunnuglega ekki satt. Það er jú ekki eins og ENGINN geti lengur leigt svo mikið sem skítakompu … Continue reading »

Gisting í sveitakofum í guðsgrænni náttúrunni aldrei vinsælli

Gisting í sveitakofum í guðsgrænni náttúrunni aldrei vinsælli

Töluvert athyglisvert að rýna í árbók gistivefsins Airbnb fyrir árið sem nú er að líða. Í ljós kemur að ein tegund gistingar sérstaklega nýtur hratt vaxandi vinsælda og það ekki íbúðir. Neibb! Sú tegund gistingar sem fólk á faraldsfæti hefur sótt mest í á yfirstandandi ári eru hvers kyns einfaldir kofar eða sumarhús úti í … Continue reading »

Aldrei, ALDREI millifæra fjármuni vegna leigu hjá Airbnb

Aldrei, ALDREI millifæra fjármuni vegna leigu hjá Airbnb

Svindl og svínarí er ekki einskorðað við stjórnanda hótels Adam á Skólavörðustígnum eða Ólaf Ólafsson hjá Samskipum. Það viðgengst alls staðar og ekki hvað síst á íbúðavefnum Airbnb. Velflestir halda að með tilliti til velgengni íbúðaleigunnar Airbnb sé það æði öruggt að leigja íbúð eða herbergi gegnum það fyrirtæki. Það gengi jú ekki svona svakalega … Continue reading »

Hótel eða Airbnb?

Hótel eða Airbnb?

Ris íbúðaleigunnar Airbnb hefur verið mikið á skömmum tíma og vart til sál í vestrænum heimi sem ekki þekkir þetta vinsæla fyrirbæri. Öllu færri gera sér grein fyrir að í stöku borgum heims er meðalverð á gistingu hærra hjá Airbnb en á góðu hóteli. Það kemur spænskt fyrir sjónir því upphaf Airbnb má rekja til … Continue reading »

Nótt á heimili Charlie Chaplin

Nótt á heimili Charlie Chaplin

Ómögulegt er að vita fyrir víst hversu margir Íslendingar notfæra sér íbúðaleigur á borð við Airbnb sem njóta gríðarlegra vinsælda á kostnað hótela og hefðbundinna gististaða. En eflaust ekki margir gera sér grein fyrir að þar er meira að segja hægt að leigja fyrrum heimili stórstjarna. Charlie Chaplin bjó um tíma í ágætri villu í … Continue reading »

Berlín bannar Airbnb

Berlín bannar Airbnb

Það er ívið meira lýsi í borgaryfirvöldum í Berlín en í Reykjavík. Þau fyrrnefndu hafa nú nánast bannað íbúðaleiguna Airbnb til að koma í veg fyrir að leiguverð fyrir íbúa hækki upp úr öllu valdi. Kannski hafa þarlendir fylgst með þróun mála í einu borg Íslands þar sem aumum borgaryfirvöldum dettur ekki í hug að … Continue reading »

Airbnb, Tripadvisor og Booking brjóta alþjóðalög

Airbnb, Tripadvisor og Booking brjóta alþjóðalög

Hinar þekktu íbúða- og hótelbókunarvélar Airbnb.com, Booking.com og Tripadvisor.com brjóta alþjóðalög að mati heimastjórnar Palestínu en allir þrír aðilar leigja út herbergi í íbúðum eða gististöðum á svæðum sem Ísraelar hafa ólöglega sölsað undir sig á Vesturbakkanum. Þessar ásakanir heimastjórnarinnar þykja réttmætar að mati þeirra sem til þekkja en herferð gegn Tripadvisor og Booking hefur … Continue reading »

U-beygja hjá Airbnb

U-beygja hjá Airbnb

Það er eins og svo víða annars staðar; það dugar ekki Airbnb að hafa grætt milljarða króna á skömmum tíma með því að auðvelda Jóni og Gunnu að leigja út íbúðina sína. Nú er fyrirtækið að bæta við íbúðum í eigu fyrirtækja. Það hefur lítið farið fyrir því en nú má finna á vef Airbnb, … Continue reading »

Loks hægt að leita að íbúðum á Kúbu gegnum Airbnb

Loks hægt að leita að íbúðum á Kúbu gegnum Airbnb

Enn á eftir að reka smiðshöggið á algjörlega frjáls ferðalög til og frá Kúbu frá Bandaríkjunum en það hefur ekki stöðvað bandarísk fyrirtæki sem slefa út í bæði yfir þessum glænýja sumarleyfisstað við bæjardyrnar. Fararheill hefur áður sagt frá því að bandarísk kreditkort og kort gefin út af bandarískum kortafyrirtækjum eins og American Express og … Continue reading »

Hvað kostar að leigja íbúð í Torrevieja þetta sumarið?

Hvað kostar að leigja íbúð í Torrevieja þetta sumarið?

Við höfum gegnum tíðina bent áhugasömum á þá leið að nota íbúðaleiguna Airbnb sé ætlunin að njóta sólar og sælu í Alicante eða Torrevieja yfir sumartímann. En hvað kostar leiga á íbúð yfir háannatímann og hvað er í boði? Það eru margar ástæður fyrir að velja íbúðir í stað heilu sumarhúsanna. Kostnaður vegur þar þyngst … Continue reading »

Airbnb er líka í Alicante

Airbnb er líka í Alicante

Fyrr í vikunni fjölluðum við um hvort hagkvæmara væri að leigja sér heila villu eða íbúð í Alicante, Torrevieja, Cabo Roig og nágrenni gegnum íbúðaleigur en að bóka gott hótel. En fleiri kostir eru í boði. Íbúðaleiguvefurinn Airbnb, sá vinsælasti í veröldinni, er vitaskuld að bjóða íbúðir og hús hér í Alicante og nágrenni líka … Continue reading »

Fjórar hræódýrar íbúðir í Torrevieja

Fjórar hræódýrar íbúðir í Torrevieja

Ritstjórn Fararheill hefur síðustu misserin fengið heilan helling af beiðnum um aðstoð varðandi að skipuleggja ferðir á eigin spýtur og gera það á sem ódýrastan máta. Af þeim fjölda hafa stöku fyrirspurnir varðað ódýra gistingu í Alicante og nánar tiltekið í eða við Torrevieja. Það vita þeir sem áhuga hafa að leigja þar alvöru villu … Continue reading »

Berlín líka í hart gegn Airbnb

Berlín líka í hart gegn Airbnb

Það er víðar en á Íslandi sem græðgi ríður ekki við einteyming. Eins og raunin hefur orðið hér í Reykjavík þar sem heimamenn eru að mestu útilokaðir frá leigumarkaðnum á vinsælum stöðum sökum þess að hægt er að græða töluvert hærri fjárhæðir á skammtímaleigu til ferðafólks ríkir sama vandamál í Berlín. En ólíkt frammámönnum í … Continue reading »

Banna Airbnb í New York

Banna Airbnb í New York

Dómstóll í New York hefur svo um skipað að ólöglegt sé fyrir Jón og Gunnu að leigja út herbergi eða sófa gegnum hinn vinsæla vef Airbnb. Þetta er þung áfall fyrir Airbnb sem er einhver heitasta stjarnan í ferðabransanum og hefur verið undanfarin þrjú til fjögur ár en þjónusta Airbnb gengur út á að íbúðaeigendur … Continue reading »