Hvað myndir þú giska á að þú þyrftir að greiða svona að meðaltali fyrir 20 daga ævintýratúr um hin geysifallegu lönd Tæland, Kambódíu og Víetnam? Við giskum á að þú sért víðsfjarri 250 þúsund krónum.

Þó auðvitað þurfi að fara með gát í Suðaustur Asíu eins og annars staðar er það enn raunin hér að fólk er náttúrulega brosmilt. Mynd Pieter Morilin
Þó auðvitað þurfi að fara með gát í Suðaustur Asíu eins og annars staðar er það enn raunin hér að fólk er náttúrulega brosmilt. Mynd Pieter Morilin

Það er lægsta verðið á mann miðað við tvo saman í túr til þessara þriggja yndislegu landa samkvæmt nýju ferðatilboði hjá Travelbird í Bretlandi. Verðið ekki síður kostulegt en löndin þrjú en miðað við þetta kostar hver dagur í ferðinni manninn heilar 12.500 krónur. Hafa skal í huga að verð rokkar aðeins eftir dagsetningum.

Þetta er vægast sagt flottur túr og þó flakkað sé víða og mikið er samt hægt að anda rólega reglulega inn á milli á stöðum eins og í Bangkok, Phuket, Ho Chi Minh, Siem Reap og Hoi An.

Ferðast er milli landanna þriggja með öllum mögulegum farartækjum. Lest, rútu og flugi. Tvær flugferðir innan landanna er innifalið í verðinu líka og einni nótt er eytt í skemmtiferðaskipi.

Síðast en ekki síst er fjöldinn allur af aukaferðum í boði fyrir þá allra hressustu sem ekki vilja hætta að skoða. Bátsferð um Mekong Delta, matreiðslunámskeið í Víetnam, skoðunarferð um Phi Phi eyjur og Tonle Sap vatn svo fátt eitt sé nefnt. Aukagreiðslur koma til við aukaferðirnar en kosta ekki stóran pening.

Flogið er beint frá London, Edinborg og Manchester gegnum Istanbúl og þaðan áfram til Bangkok með Turkish Airlines.

Þessi ferð er í boði alla næstu mánuði en lægsta verð fæst í desember og janúar. Inn í þetta þarf að bæta flugi héðan til Englands og heim aftur að ferð lokinni. Þá er ráð að kynna sér í þaula kröfur um vegabréfsáritun hjá innanríkisráðuneytinu ef kýlt er á þetta.

Allt um þetta hér.