Lesendur okkar vita að fátt þykir okkur skemmtilegra en sýna fram á græðgi innlendra ferðaskrifstofa þegar tækifæri gefast. Nú ætlum við að sýna þér hvernig þú getur sparað yfir hálfa milljón króna á vikulangri siglingu um Miðjarðarhafið.

Ekki amalegur dallur í þessari ferð.
Ekki amalegur dallur í þessari ferð.

Að þessu sinni er það Úrval Útsýn hvers græðgi nær út fyrir gröf og dauða og ekki í fyrsta sinn. Á vef ÚÚ er auglýst vikulöng sigling þann 6. ágúst frá Róm til Barcelóna með Princess Cruises. Allfín ferð í alla staði en meðal stoppustaða á leiðinni eru Flórens, Mónakó, Gíbraltar og Valencía. Allt toppstaðir heimsóknar.

Ferðin í káetu með svölum (enda eigum við ekkert annað skilið) kostar hjá ferðaskrifstofunni 1.109.800 krónur fyrir tvo saman. Allur matur innifalinn á leiðinni, flug til Rómar og flug heim frá Barcelóna, allar ferðir til og frá skipi plús íslenskur fararstjóri.

Sem sagt ósköp dægileg ferð bara ef frá er talinn verðmiðinn. Það er jú vel í lagt að heimta 1,1 milljón króna fyrir sjö daga siglingu og fjögurra daga hótelgistingu plús flug til og frá. Hver dagur í þessari ferð kostar par rúmar hundrað þúsund krónur.

Sem er galið!

Hvernig þú sparar 578 þúsund krónur á þessari ferð

♥  Þú ferð sem leið liggur inn á vefinn Cruise.co.uk en þar kostar káeta með svölum í þessari sömu siglingu manninnbal 179 þúsund krónur, 968£, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti. Siglingin fyrir tvo saman kostar því 358 þúsund alls miðað við gengi dagsins.

♥  Því næst heimsækir þú vef Wow Air sem flýgur beint til Rómar héðan og þar fæst flug aðra leið niður í 19.900 þegar þetta er skrifað. Við ætlum nú að eiga nærur til skiptanna svo við tökum með tösku og flugmiðinn fyrir einn til Rómar þann 2. ágúst kostar því 25 þúsund eða 50 þúsund samtals.

♥  Við þurfum því að eyða fjórum dögum í Róm áður en við förum um borð og siglingin hefst. Það eru til leiðinlegri wow14staðir í veröldinni að eyða fjórum dögum og reyndar fjórir dagar alltof lítið fyrir þessa miklu perlu. Engu að síður hoppum við á hótelbókunarvef Fararheill og finnum þar fimm stjörnu fjögurra nátta gistingu 2.-6. ágúst fyrir 29 þúsund krónur eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti. Já, við erum ekkert að ýkja þegar við segjum að hótelbókunarvefurinn okkar sé sá besti í veröldinni.

♥  Nú fer siglingunni að ljúka og við þurfum gistingu líka í tvær nætur í hinni litríku Barcelóna. Aftur heimsækjumwow15 við bókunarvef Fararheill og finnum fjögurra stjörnu eðalhótel 13.- 15. ágúst fyrir heilar 21 þúsund krónur eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti. Fræðilega gætum við líka verið lengur enda á Barcelóna meira skilið en tvær nætur. Það er uppundir okkur komið nú þegar við erum sjálf að skipuleggja þessa ferð en væri annars kannski ekki möguleiki. Í öllu falli er ekki talað um hugsanlega framlengingu á vef ÚÚ.

♥  Við höldum okkur þó við ferðaplan Úrval Útsýn og eftir tvær nætur í Barca þurfum við heimflug til Íslands. Afturromm förum við inn á vef Wow Air sem flýgur heim þann 15. ágúst. Flugið reyndar fokdýrt og kostar 31.999 krónur án farangurs en við enn með tösku af þreyttum nærum og borgum fyrir farangur. Kostnaður per mann 36 þúsund eða 72 þúsund fyrir tvo.

Hér erum við komin með sömu ferð og ÚÚ er að bjóða að öllu leyti ef frá er talinn íslenskur fararstjóri og ferðir frá Róm að skipi við brottför og frá skipi til Barcelóna við komu. Reyndar er okkar ferð betri því hjá Úrval Útsýn þarf að millilenda í Köben á útleiðinni og skipta um flugfélag. Við erum líka lengur í Róm en farþegar Úrval Útsýn og höfum tækifæri til að lengja í okkar ferð vandræðalaust.abb

Samtalan fyrir flugið, gistinguna og siglinguna með þessu móti fyrir tvo saman er 531 þúsund krónur. Það er 578 þúsund krónum lægra verð á par en Úrval Útsýn er að bjóða fyrir sömu vöru!!!

Og hvað er hægt að gera við tæpar sex hundruð þúsund krónur? Ein hugmynd gæti verið að eyða nokkrum mánuðum til viðbótar í Barcelóna 🙂