Hvað ef þú gætir sparað stóran skilding í viðbót næst þegar þú eða fjölskyldan tekur sér fyrir hendur ferð til Englands eða Skotlands?

Borgartúr og sigling í London á helmings afslætti hljómar ekki illa.
Borgartúr og sigling í London á helmings afslætti hljómar ekki illa.

Það kostar vissulega tíma og fyrirhöfn eins og allir góðir hlutir en með því að fylgjast reglulega með afsláttarmiðlinum Groupon má finna ansi hreint safarík tilboð og feita afslætti sem gætu smellpassað þér og þínum.

Groupon sérhæfir sig í að auglýsa vörur eða þjónustu á vænum afsláttarkjörum og gildir það jafnt um gistingu á hótelum, golfhringjum sem og hefðbundnum verslunarvörum. Hvort sem gist er í krummaskuði upp í sveit eða í glamúrnum í London eða Glasgow þá eru líkast til einhver tilboð í gangi sem dekka þær borgir, svæði eða héruð.

Dæmi um það sem við rákum augun í strax var sigling um Thames ánna og borgarrúntur með á meira en helmingsafslætti. Gisting, golf og spa á fjögurra stjörnu sveitahóteli skammt frá Stansted flugvelli fyrir ellefu þúsund krónur svo ekki sé minnst á 68 prósenta afslátt á augnháralengingum.

Alveg sama hvað hugur girnist að hér finna allir eitthvað fýsilegt og oft á tíðum á svæsnum afslætti. Aðeins skal hafa í huga að ákveðinn fjölda þarf til að virkja hvert tilboð og sum tilboðin eru aðeins fyrir heimafólk í Bretlandi. Nánar hér.