Slæmar fréttir fyrir sóldýrkendur. Bandarísk rannsókn leiðir í ljós að það er ekki endilega mengaður sjórinn sem sólbaðsgestir ættu að hafa mestar áhyggjur af. Það er mengaður sandurinn.

Í samanburði við sandinn á ströndinni er sjórinn tiltölulega hreinn og fínn.
Í samanburði við sandinn á ströndinni er sjórinn tiltölulega hreinn og fínn.

Háskólinn á Hawaii hefur gert ítarlegar rannsóknir á vinsælum ströndum landsins og niðurstöður þeirra rannsókna sýna að það eru 10 til 100 sinnum fleiri bakteríur í sandinum en í sjónum sjálfum. Það er á skjön við það sem flestir halda og fáum hefur dottið í hug að verja sig sérstaklega gegn sandi.

Einhverjir kannast kannski við ónot, blöðrur eða bólur á fótum eftir dvöl á erlendum ströndum. Hér kann skýringin á því að vera komin. Blautur og dimmur sandurinn skapar kjöraðstæður fyrir ýmsar misspennandi bakteríur.

Hér hefur þó sjórinn áhrif því sjávarmengun er alvarlegt vandamál á heimsvísu og hluti vandans stafar af skólpvandamálum í sumum löndum. Sé skólpi ekki veitt langt út í sjó skolast megnið bara til baka á næstu strönd eða strendur. Og þar sem sjórinn klæðir strendurnar reglulega er eðlilegt að þar sitji ein og ein baktería eftir og njóti lífsins.

Við þessu er fátt að gera fyrir utan að sleppa sólarströndum. Það hins vegar ekkert gaman svo í staðinn kannski ágætt að forðast eftir megni að snerta sandinn sjálfan. Nota skófatnað og liggja á handklæði eða sólbekk.