Kannski er kjánalegt að auglýsa Norðurljósin sérstaklega fyrir rótgróna Íslendinga sem alist hafa upp við ljósasýningar á næturhimni frá örófi alda og kippa sér fæstir sérstaklega upp við slíkt. En sé hugur í fólki er varla til sniðugri leið til að húrra upp rómantíkinni á sama tíma og Norðurljósin leika yfir höfði en í norðurhluta Finnlands.

Allir með snefil af rómantík í blóðinu og auga fyrir Norðurljósum gætu gert margt vitlausara en halda til Finnlands
Allir með snefil af rómantík í blóðinu og auga fyrir Norðurljósum gætu gert margt vitlausara en halda til Finnlands

Þar finnst hótelið Kakslauttanen sem er vinsæll áfangastaður Norðurljósaaðdáenda. Ástæðan þó ekki sérstaklega að þar sé betra en annars staðar að sjá umrædd Norðurljós heldur að hótelið býður til leigu falleg hús er svipar til snjóhúsa nema þakið er úr gleri.

Þar er því hægt að dúllast í aðra röndina með makanum en á sama tíma ekki missa af neinu þegar og ef sýning hefst í himinhvolfinu fyrir ofan. Hversu góð hugmynd er það fyrir ástfangið par.

Glerhýsin sjálf eru listasmíð og hafa fengið verðlaun um víða veröld bæði fyrir hönnu þeirra sjálfra en ekki síður fyrir glerin sem eru gerð úr sérstöku efni svo móða myndast aldrei á þeim sama hvert hitistigið fyrir utan er.

Þeim er þykja glerhýsin léleg latína stendur til boða að leigja hefðbundna finnska bjálkakofa á staðnum auk þess sem ósköp venjuleg hótelherbergi eru hér líka til leigu. Staðarhaldarar láta ekki þar við sitja heldur og hafa komið upp stærsta reyksána veraldar.

Þeim sem nægir þetta ekki geta farið á skíði eða í hundasleðaferðir nú eða veitt sér til matar gegnum ís fyrir utan þá miklu ánægju sem hafa má af Finnum þegar þeir fara að finna á sér. Er vandfundið skemmtilegra fólk. Svo má líka í versta falli heimsækja Jólasveininn sem hér býr víst formlega og það ekki svo langt frá Kakslauttanen.