Þú hefur skotist til London oftar en tölu verður á komið,  prófað marga helstu veitingastaði borgarinnar oftar en einu sinni og þér finnst orðið vanta eitthvað nýtt og spennandi. Þá er kannski veitingastaðurinn London in the Sky eitthvað fyrir þig.

Ekki fyrir alla en vissulega sérstakt. London in the Sky. Mynd Lits
Ekki fyrir alla en vissulega sérstakt. London in the Sky. Mynd Lits

Það er ekki hefðbundinn veitingastaður í neinni merkingu þess orðs. Þvert á móti er nánast ekkert hefðbundið við staðinn nema kannski að þar er borinn fram afbragðsgóður matur.

Það er hins vegar gert í lausu lofti því sem næst því staðurinn er ekkert annað en stór pallur sem lyft er í 30 metra hæð yfir jörðu af krana og þar situr fólk njörvað niður í stóla við stórt borð þar sem kokkar reiða fram listilega matreidda rétti. Engir skítabúllukokkar þar heldur jafnan heimsþekkt fólk af stjörnustöðum víðs vegar að úr borginni.

London in the Sky er reyndar aðeins opinn á góðviðrisdögum á sumrin enda má ekki blása mikið ef maturinn á að haldast á diskum og fólkið á pallinum. Og ekki vantar aðsóknina. Hún var svo góð síðasta sumar að fjölga á dögum strax næsta sumar og nú þegar tekið við pöntunum. En hafðu endilega smá peninga með þér. Morgunverður hér kostar rúmar tíu þúsund krónur á haus og þríréttaður kvöldverður skoppar vel yfir 50 þúsund krónurnar á manninn.

Þá er einnig hægt að komast í sams konar pakka í nokkrum öðrum borgum Bretlands eins og í Newcastle, Southampton og Bristol.

Meira hér.