Sé að marka Opinberunarbók Biblíunnar liggur Örkin hans Nóa einhvers staðar við Ararat fjall í austurhluta Tyrklands. Það sem meira er, þarlend ferðamálayfirvöld segjast vita upp á hár hvar hún er.

Þessi skringilega hæð er sögð vera Örkin hans Nóa gamla en hæðin er í hlíðum Ararat fjalls í Tyrklandi.
Þessi skringilega hæð er sögð vera Örkin hans Nóa gamla en hæðin er í hlíðum Ararat fjalls í Tyrklandi.

Vissulega mótar fyrir einhverju ef vel er skoðað á hæð einni í skugga Ararat fjalls og leiðsögumenn harðir á því að þar sé um að ræða skipið fræga sem á að hafa bjargað manni og mús frá flóðinu mikla.

Fornleifafræðingar hafa rannsakað staðinn lengi vel án þess að þó grafa mikið enn sem komið er en enginn þeirra hefur viljað staðfesta eitt né neitt. Töluverður fjöldi fræðinga eru þó á því að þetta sé líklegasti staðurinn með tilliti til loftslags og aðstæðna.

Undarlegt verður samt að telja að ekki hafi enn verið almennilega gengið úr skugga um þetta enda sennilegast frægasta skip heims að Titanic undanskildu. Nóg hefur verið leitað þess síðarnefnda…

Leave a Reply