Skip to main content

Einhver tímann velt fyrir þér hvar G-blettur Evrópu finnst? Ekki við heldur hér. En það liggur nú loks fyrir.

Fjölmargt hæfileikaríkt fólk í auglýsingabransanum á heimsvísu. Synd að ferðamálayfirvöldum í Litháen hefur ekki tekist að ráða neitt af því fólki fyrir nýjustu herferð sína.

Einn angi af þeirri herferð hér til hliðar: Vilníus, höfuðborg Litháen, er G-blettur Evrópu ef marka má auglýsingar heimamanna.

Hugmyndin auðvitað að G-blettinn sé erfitt að finna en þegar það gerist þá bíður sól og sæla par exellans. Eða allavega sæla.

Litháen, eins og önnur lönd við Eystrasaltið, er sannarlega heimsóknar virði fyrir ferðaþyrsta. Hér nóg að sjá og upplifa ekki síður en annars staðar og verðlag í landinu aldeilis frábært fyrir íslenska krónueigendur. Vilníus per se fær engin verðlaun að okkar mati en mikil ósnert náttúra er víða og alltaf ljúft að komast í slíkt nú þegar villt náttúra er í mörgum löndum einskorðuð við stöku þjóðgarða.

En að G-blettinn sé að finna í Vilníus? Það er hörmuleg leið til að auglýsa landið sitt.