Ekki var fyrr lokið rannsókn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna á Marriott hótelkeðjunni vegna kvartana um að sú keðja lokaði af ásettu ráði fyrir allan netaðgang viðskiptavina en að rannsókn hófst hjá annarri hótelkeðju vegna þess sama.

Fyrst Hilton níðist á okkur er næsta skref að sleppa viðskiptum við þau hótelin.
Fyrst Hilton níðist á okkur er næsta skref að sleppa viðskiptum við þau hótelin.

Að þessu sinni var Hilton hótelkeðjan sökuð um sama hlut og ekki aðeins sökuð heldur þóttu sannanir nægar til að sekta herra Hilton og París með.

FCC, bandaríska fjarskiptastofnunin, hefur sannanir fyrir að Hilton hafi leikið sama leik og hótelkeðjan Marriott og lokað fyrir allan utanaðkomandi netaðgang hótelgesta sinna svo þeir þurftu að kaupa netaðgang af hótelunum sjálfum dýru verði eins og gengur.

Þetta er afar smekkleg framkoma hjá risum í hótelbransanum. Sömu risum og lofa öllu fögru í auglýsingum.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort forsvarsmenn Hilton hafa látið boðin ganga til allra Hilton hótela heims en ólíkt Marriott þá er hérlendis eitt stykki Hilton hótel við Suðurlandsbraut. Kannski Póst- og fjarskiptastofnun Íslands skoði málið í framhaldinu. Allur er varinn góður. Sérstaklega með tilliti til að bandaríska stofnunin endaði á að sekta Hilton fyrir svínaríið…