Nema þú sért með ótakmarkaðan tíma til að eyða í Svíþjóðartúr er þjóðráð að sleppa því alfarið að reyna að flakka um landið með lestum.

Í minnst einu eru Svíar eftirbátar annarra: Lestir þeirra tefjast oftar og lengur en allra annarra Evrópuþjóða.

Það má merkilegt heita hjá annars stundvísum Svíum að komast að því að tafsamasta lestarkerfi Evrópu finnst í því ágæta landi. Hér eru jú hægt að stilla klukkuna eftir strætis- og sporvögnum í flestum borgum og meira að segja samgönguþjónusta í smábæjum er meira og minna tipptopp allan ársins hring.

Alas, ekki ef um lestir er að ræða. Nægir því til sönnunar að rabba við næsta Svía eða ef það dugar ekki til, skoða tölur um tafir og bótakröfur hjá Trafikverket. Fimm, tíu og fimmtán mínútna tafir á komum eða brottförum algengar og merkilega oft er um FLEIRI KLUKKUSTUNDA tafir að ræða á allra vinsælustu leiðum. Nýlega tafðist lest frá Gautaborg til Stokkhólms um litlar sjö stundir eða lungann úr einum degi.

Slík töf kann að virðast gróf og einstök en samkvæmt tölum Trafikverket námu heildartafir á lestum landsins árið 2018 alls 78 þúsund klukkustundum. Það merkir að hvern einasta dag ársins tefjast lestir einhvers staðar í Svíþjóð um litlar 213 klukkustundir!!!

Þetta afar miður í fallegu landi þar sem vegalengdir geta verið töluverðar og lestir alla jafna og almennt fljótlegasti ferðamátinn sé ætlunin að sjá eitthvað svona í og með í löndum heims.

Nei, lestartúrar alls ekki málið sé hugmyndin að flakka um Svíþjóð. Bílaleigubílar, rútur og jafnvel flug betri hugmynd. Því tapaðan tíma fær enginn aftur…