Annaðhvort gengur framar vonum eða hörmulega illa hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn að selja sumarferðir sínar. Aðeins tveir sólarhringar síðan sérstökum afsláttardögum lauk og nú býður ferðaskrifstofan aftur ríflegan afslátt á sólarferðum.

Enn og aftur verðlækkun hjá Úrval Útsýn. Skjáskot
Enn og aftur verðlækkun hjá Úrval Útsýn. Skjáskot

Ferðaskrifstofan, í eigu Pálma Haraldssonar sem níddíst á íslenskri þjóð um árabil með verðsamráði, býður nú 60 þúsund króna afslátt á sólarferðum næsta sumarið samkvæmt auglýsingu. Það virðist fjandi gott þangað til fólk rekst á smáa letrið. Sá afsláttur á aðeins við um fjögurra manna fjölskyldu eða nánar tiltekið tvo fullorðna og tvö börn. Enn nánar tiltekið börn milli tveggja og tólf ára aldurs.

En eins og oft er raunin með þessa ferðaskrifstofu er einn hængur á. Eins og til dæmis má sjá hér var Úrval Útsýn að selja sams konar ferðir og Vita snemma í þessum mánuði á töluvert hærra verði. Allt að 50 þúsund krónum hærra.

Sem eðlilega þýðir að þrátt fyrir 60 þúsund króna afsláttarkjör núna eru ferðir Úrval Útsýn komnar á par við það sem Vita bauð þá.