Fá mannanna verk eru jafn kostuleg og hin fræga borg Inkanna Machu Picchu. Sannarlega einn sá staður heims sem hver og einn ætti að sjá með eigin augum áður en yfir lýkur.

Hin magnaða fjallaborg Inkanna er kostuleg frá A til Ö.
Hin magnaða fjallaborg Inkanna er kostuleg frá A til Ö.

En sumir verða að vera aðeins sniðugari en hinir. Það á við um Breta einn sem kaus að fara heldur óvenjulega leið.

Hér má sjá myndband sem tekið var af Bretanum atarna í svifflugi yfir rústum Machu Picchu og sýnir ágætlega hvers hátt uppi borgin var byggð.

Slíkt uppátæki er stranglega bannað á þessum stað og feit sekt við slíku uppátæki. En sumir sleppa með skrekkinn og það gerði sá sem þetta myndband tók.