Margir litríkir karakterar þarna úti en fáir toppa þó forseta Filippseyja. Ekki aðeins leyfir kauði lögreglu landsins að drepa flesta þá sem finnast með fíkniefni af einhverjum toga heldur er honum hreint ekki sama um hversu mikið skinn þú sýnir á vinsælustu áfangastöðum landsins.

Nei og aftur nei. Hér sést of mikið skinn að mati yfirvalda á Filippseyjum. Sekt á liðið. Mynd Philippines Star

Filippeyskir miðlar greina frá því að tveir ferðamenn frá Tævan hafi í nýlega fengið drjúga sekt fyrir þá sök eina að hafa valsað um strendur hins vinsæla strandbæjar Boracay í sundfatnaði sem ekki stóðst reglur.

Reglur um sundfatnað eru nýjar af nálinni á Filippseyjum og runnar undan rifjum Rodrigo Duterte, forseta landsins, sem svo blöskraði framferði erlendra ferðamanna á hinum ýmsu stöðum landsins að hann tók málin persónulega í sínar hendur. Og meðal þess sem fór fyrir brjóst kauðans var of fáklætt fólk að njóta lífsins.

Ósköp eðlilegt að fólk vilji fækka sem mest fötum í þeim 30 til 35 gráðum sem hitastigið er almennt í Boracay en það ekki hægt lengur. Nema fólk taki sénsinn en það eru verðir á vappinu og sektin á haus rúmar sex þúsund krónur á íslensku gengi. Það skjagar í tíu þúsund króna meðal mánaðarlaunin sem íbúar landsins þéna að jafnaði.