Fararheill getur efasemdarlaust mælt fullum hálsi með að vilji heilu stórfjölskyldurnar eða stærri vina- eða vinkonuhópar leggja land undir fót og njóta um nokkurra daga skeið er fátt betra en að leigja sér villur. Bæði er það mun ódýrara en að koma hópnum fyrir á hóteli en aðallega er þó stemmningin mun betri í návígi í einu húsi en mörgum herbergjum á hótelum.

Villa já takk. Fyrirtaks kostur á ferðalögum stærri hópa og fjölskyldna
Villa já takk. Fyrirtaks kostur á ferðalögum stærri hópa og fjölskyldna

Villuleiga er orðin leikur einn með fjölda þekktra og traustra leigumiðla á netinu og nægir að ákveða daginn, finna húsið og greiða með korti, að hluta eða öllu leyti, áður en haldið er í hann.

Nú vill svo til að ein stór villuleiga, Villarenters, hefur lækkað verð um 15 til 20 prósent á villum sem enn eru lausar síðla sumars og fram í október sem er fyrirtaks tími til að heimsækja suðurhluta Evrópu án þess að stikna úr hitum. Nóg er úrvalið af spennandi kostum víða um lönd eins og sjá má hér.