Skip to main content

S egið svo að sagan endurtaki sig ekki. Það sem Adolf Hitler sjálfur sá fyrir sér sem fyrirmyndarstað til hvíldar og skemmtunar fyrir hermenn sína er nú loks að verða að veruleika tæpum áttatíu árum síðar.

Blokkirnar frægu sem staðið hafa auðar frá Seinni heimsstyrjöldinni fá nú loks sitt upprunalega hlutverk. Mynd Frank Rafik

Blokkirnar frægu sem staðið hafa auðar frá Seinni heimsstyrjöldinni fá nú loks sitt upprunalega hlutverk. Mynd Frank Rafik

Rügen heitir eyja ein við norðurströnd Þýskalands sem dregur töluvert af ferðafólki yfir sumartímann. Sumarparadís er hún þó ekki og sumpart sökum þess að fáir nota allra bestu strönd Rügen sem er reyndar ein allra besta strönd landsins og þótt víðar væri leitað.

Það er hér við þá strönd, nefnd Prora, sem standa leifar þess sem átti að vera fyrirmyndar sumarleyfisstaður fyrir hermenn þriðja ríkisins. Hér lét Hitler hanna og byggja blokkir sem saman eru tæplega fimm kílómetrar að lengd og standa rúmum hundrað metrum frá ströndinni fínu. Hér áttu nasistar og fjölskyldur þeirra að fá langþráð og gott frí við bestu aðstæður eftir viðbjóð í fremstu víglínum.

Áætlunin gekk þó ekki eftir, skiljanlega, og frá þeim tíma hafa blokkirnar staðið auðar við þessa frábæru strönd. Þær njóta reyndar verndar að hluta sem frábært dæmi um arkitektúr þriðja ríkisins en viðhald hefur ekkert verið fyrr en nýlega.

Nú eru framkvæmdir hafnar á staðnum að nýju en ætlunin er að gera staðinn að þeirri sumarleyfisparadís sem Hitler sá fyrir sér. Að þessu sinni þó venjulegir verktakar sem sjá tækifæri til að koma byggingum hér í horf og skapa með því vinsælan dvalarstað á fallegri strönd.

Ekki skal koma á óvart að margir hafa mótmælt framkvæmdinni og vilja meina að verið sé að upphefja nasisma en verktakar hafna því. Aðeins sé verið að nýta tómar byggingar enda sé ekkert augnayndi að staðnum eins og hann hafi verið.

Verklok hafa ekki verið áætluð en gælt er við að fyrstu íbúðirnar verði klárar fyrir gesti sumarið 2022.