Við vitum ekki um ykkur en okkur þykir sjaldan eins gaman að lífinu og þegar við erum að dúllast í suðurhluta Ítalíu. Forvitnilegir staðir fleiri en tölu verður á komið, fólkið mun almennilegra en norðar í landinu, verðlag mun lægra og afskaplega lítið er hægt að setja út á matinn hér.

Hafnarbærinn Vieste er ekkert nema heillandi. Mynd castgen
Hafnarbærinn Vieste er ekkert nema heillandi. Mynd castgen

Ef þú ert þessu sammála og getur ekki beðið eftir að komast þangað á nýjan leik er þýska ferðaskrifstofan Trendtours að bjóða nokkuð þéttan og safaríkan ferðapakka þessa stundina.

Þar er flogið frá Þýskalandi til Rómar þar sem gist er nótt áður en ferðinni er haldið suður á bóginn í tíu daga ljúfan túr. Túr þar sem stoppað er meðal annars í Bari, Lecce, Vieste, Ostuni, Otranto og Alberobello en sá síðastnefndi er einn af frægum bæjum í Bari-héraði þar sem finna má hin merkilegu keiluhús, trullo, sem flest hver eru á heimsminjaskrá SÞ.

En það er ekki bara setið á særðum rassinum í rútu þess á milli. Stoppað er víða og langt stopp á ströndinni þar sem hægt er að tana sig í tætlur á fjögurra stjörnu hóteli.

Rúsínan í þessum pylsuenda svo stopp í Amalfi á bakaleiðinni en það er án mikils vafa eitt stórfenglegasta svæði landsins. Á endanum flogið til Þýskalands frá Róm.

Við sögðum þér að þetta væri nú safaríkt með eindæmum. Og verðið á pakkanum er líkast til ekki að skemma neitt fyrir. Túrinn í heild fæst á 139 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Ferð þessi í boði á tilteknum dagsetningum frá apríl og fram á haust svo ekki þarf að stressa sig mikið.

Til Þýskalands er svo auðvitað komist með Icelandair, Wow Air og Airberlin og fargjöld þangað finnast alveg niður í 35 þúsund báðar leiðir.

Allt um þetta hér (á þýsku).