Af öllum þeim flugfélögum sem fljúga skemmri vegalengdir til og frá Bretlandi voru tafir og alvarlegar seinkanir vera mestar hjá flaggflugfélaginu Icelandair.

Ár eftir ár er stundvísi Icelandair lakari en helstu keppinauta.

Það sýnir úttekt neytendatímaritsins Which! sem tók saman hvaða flugfélög voru óstundvísust til og frá Bretlandi öllu frá júní 2017 til júní 2018.

Meðal flugfélaga sem fljúga styttri vegalengdir reyndust 1,7 prósent allra flugferða Icelandair á ofangreindu tímabili hafa tafist um þrjár stundir eða meira.

Hvers vegna skiptir það máli? Jú, sökum þess að geti flugfélagið ekki lagt fram sannanir þess efnis að slíkar tafir séu ekki þeim að kenna þá á hver og einn farþegi um borð rétt á skaðabótum samkvæmt Evrópulögum. Skaðabótum sem eru nægilega háar til að borga bjórinn á barnum í flugstöðinni og jafnvel flugið sjálft líka.

Á næsta ári gæti stundvísi flugfélagsins versnað enn frekar því Icelandair er að breyta töluvert leiðakerfi sínu og gefur sér nú aðeins klukkustund frá lendingu á mörgum erlendum flugvöllum áður en snúið er heim á ný. Það afskaplega lítill tími til að tæma relluna, fylla hana á ný og gera og græja annað sem þarf.

Við hér tökum glöð við veðmálum gegn því að tafir og seinkanir hjá Icelandair verði enn verri á næsta ári þrátt fyrir fögur orð flugfélagsins.