Það gildir sennilega um okkur öll að uppistaða ferða okkar til Kanaríeyjanna spænsku er hangs á sundlaugabökkum og eða börum með stöku ferð á ströndina þær tvær til þrjár vikur sem flestar ferðir þangað taka. Svo komum við heim sólbrennd og þreyttari en þegar við lögðum af stað og upplifðum ekki skapaðan hlut.

Upp, upp mín sál. Líka á Kanarí. Þar er meira að upplifa en sendnar strendur.
Upp, upp mín sál. Líka á Kanarí. Þar er meira að upplifa en sendnar strendur.

En það er stórmerkilegt hvað eyjurnar allar og Kanarí, Gran Canaria, sérstaklega hafa upp á að bjóða. Þó kannski stundum virðist erfitt að fara um eyna án þess að leigja til þess bíl er reyndar hægt að taka góðan þverskurð af eynni á sex klukkustundum frá Ensku ströndinni fyrir tvö þúsund krónur og það gjörsamlega áhyggjulaust. Með strætó.

Nánar tiltekið leið átján frá Maspalomas/Ensku ströndinni en sá vagn fer upp á hálendi eyjarinnar, ef hálendi skyldi kalla, til bæjarins San Bartholomé de Tirajana.

Þaðan er góð útsýn og ólíkt sendnum ströndunum eru hér falleg klettabelti og fjöll sem tilvalin eru til klifurs fyrir sportista.

Þaðan er líka hægt að halda áfram alla leið til Las Palmas ef sá gállinn er á fólki en þar eru reyndar til einfaldari leiðir með strætó eða rútum til þess.

Eðli málsins samkvæmt er hægt að stíga út víða á leiðinni. Rölta upp á næsta tind eða prófa ókunna litla veitingastaðina á þessum smærri fjallastöðum. Sem eru margir hreint ekki síðri en bestu staðir við ströndina.

Fyrir utan auðvitað að það fylgir því alltaf nett spenna að taka strætisvagn í erlendu landi og vita ekki alveg upp á hár hvað tekur við eftir næstu beyju.

Fararheill.is mælir sterklega með að ferðalangar til Kanarí sem vilja kynnast sannri menningu fólks sem ekki lifir eingöngu á ferðafólki og vill prófa annað en næsta kokteil á strandbarnum verði verði sér úti um nokkrar evrur í klinki og hoppi um borð í næsta vagn.

Hér má finna leiðakerfi strætisvagnanna um alla eyjuna.


View Leið númer 18 in a larger map