Skip to main content
Tíðindi

Stórvandamál með A380

  04/03/2009febrúar 4th, 2014No Comments

Kaupendur stærsta farþegaflugvélar heims, Airbus A380, eru í stökustu vandræðum.

Vélin er of stór til að lenda á vinsælustu flugvöllum heims enda þýðir stærð hennar að loka verður fyrir alla umferð allra annarra á vellinum meðan A380 lendir eða tekur af stað.

Hefur flugrekendum á borð við Quantas verið meinað að lenda A380 vélum sínum á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles, LAX, sökum þessa en sökum þess að engin umferð má vera innan vallarsvæðisins meðan vélin lendir verða af því miklar tafir. Venjan er enda sú að fjöldi véla og starfsmanna er á ferðinni á hefðbundnum flugvelli á hverjum tímapunkti en vænghaf risaþotunnar, 16 metrum lengra en á hefðbundnum vélum, er slíkt að það þykir valda hættu að leyfa slíkt meðan hún kemur eða fer.