Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr trúar- eða trúleysis vegna er staðreyndin sú að víða í veröldinni eru það kirkjur, moskur, pagódur, musteri, hof eða annars konar trúarlegar byggingar sem flestum þykir langmest til koma af þeim byggingum sem dauðlegir menn hafa byggt hvarvetna.

Mjög víða í gömlum borgum og bæjum eru það kirkjurnar sem bera af öðru.
Mjög víða í gömlum borgum og bæjum eru það kirkjurnar sem bera af öðru.

Flestir kristnir menn vita hversu stórkostleg Péturskirkjan í Vatikaninu er að utan þó aðgengi sé takmarkað innandyra fyrir meðaljóninn. Sömuleiðis upplifa allir karlkyns múslimar mikla lotningu þegar þegar Heilaga Moskan í Mekka er barin augum.

Langflestar eiga það sameiginlegt að teygja sig til himins þar sem hin guðlega vera býr samkvæmt mörgum trúarbrögðum heims en á þessu eru undantekningar.

Fararheill hefur tekið saman nokkrar myndir af glæsilegum eða merkilegum heilögum byggingum um víða veröld. Sumar þekktar, aðrar minna eða enn aðrar alls ekki neitt.

Njótið!

 • MADONNA DELLA CORONA / SPIAZZI / VERONA / ÍTALÍA
Stundum er talað um að fara yfir lækinn eftir vatninu. Það hefur átt sér stað þegar menn ákváðu að byggja kirkju og griðastað í klettabelti í sjö hundruð metra hæð í Val d´ Adige dalnum. Hluti kirkjunnar og sérstakt bænahús hennar eru grafin inn í bergið. Mynd P.Belloni
Stundum er talað um að fara yfir lækinn eftir vatninu. Það hefur átt sér stað þegar menn ákváðu að byggja kirkju og griðastað í klettabelti í sjö hundruð metra hæð í Val d´ Adige dalnum. Hluti kirkjunnar og sérstakt bænahús hennar eru grafin inn í bergið. Mynd P.Belloni
 • MASJID SELAT MELAKA / MELACCA / MALASÍA
Þær eru margar dýrindis moskurnar í Malasíu en fáar eins dýrar og Malakka moskan svokallaða. Byggð á manngerðri eyju í Malakka héraði og er bæði stórkostleg smíð og afar áhrifaríkt að hún virðist fljóta á flóði. Mynd gordontour
Þær eru margar dýrindis moskurnar í Malasíu en fáar eins dýrar og Malakka moskan svokallaða. Byggð á manngerðri eyju í Malakka héraði og er bæði stórkostleg smíð og afar áhrifaríkt að hún virðist fljóta á flóði. Mynd gordontour
 • LA PARROQUIA / SAN MIGUEL / GUANAJATO / MEXÍKÓ
Glæsileg dómkirkja San Miguel borgar í Mexíkó sem bæði er afar glæsileg ásýndar innan og utan en ekki síður merkilegt er að hún er fölbleik á litinn. Sem er sérstakt í meira lagi. Mynd RachelF2Sea
Glæsileg dómkirkja San Miguel borgar í Mexíkó sem bæði er afar glæsileg ásýndar innan og utan en ekki síður merkilegt er að hún er fölbleik á litinn. Sem er sérstakt í meira lagi. Mynd RachelF2Sea
 • MASJID AL HARAM / MEKKA / SÁDÍ ARABÍA
Í þessa miklu mosku kemst enginn nema fuglinn fljúgandi og strangtrúaðir karlkyns múslimar. Heilaga Moskan eða Mikla Moskan í Mekka er áfangastaður allra múslima minnst einu sinni á lífstíðinni. Mynd Suwaif
Í þessa miklu mosku kemst enginn nema fuglinn fljúgandi og strangtrúaðir karlkyns múslimar. Heilaga Moskan eða Mikla Moskan í Mekka er áfangastaður allra múslima minnst einu sinni á lífstíðinni. Mynd Suwaif
 • HARMANDIR SAHIB / AMRITSAR / PUNJAB / INDLAND
Ein allra glæsilegasta bygging á Indlandi og þótt víðar væri leitað er Harmandir Sahib hofið í Amritsar. Stundum kallað Gullna hofið, sökum þess að efri hluti þess er skreyttur skíragulli, en staðurinn er einn sá allra heilagasti fyrir Síka. Hofið var þó byggt fyrir alla til að sýna umburðarlyndi Síka gagnvart öllu öðru fólki og trúarbrögðum. Mynd Prab Bhatia
Ein allra glæsilegasta bygging á Indlandi og þótt víðar væri leitað er Harmandir Sahib hofið í Amritsar. Stundum kallað Gullna hofið, sökum þess að efri hluti þess er skreyttur skíragulli, en staðurinn er einn sá allra heilagasti fyrir Síka. Hofið var þó byggt fyrir alla til að sýna umburðarlyndi Síka gagnvart öllu öðru fólki og trúarbrögðum. Mynd Prab Bhatia
 • AIR FORCE ACADEMY CHAPEL / COLORADO SPRINGS / COLORADO / BANDARÍKIN
Margar bandarískar kirkjur eru merkilegar en fáar hafa vakið eins mikla athygli og Kapella bandaríska flughersins í Kolóradó. Einstaklega merkileg hönnunin hefur hlotið fjölda verðlauna en deila má um notagildið. Mynd DaveTBar
Margar bandarískar kirkjur eru merkilegar en fáar hafa vakið eins mikla athygli og Kapella bandaríska flughersins í Kolóradó. Einstaklega merkileg hönnunin hefur hlotið fjölda verðlauna en deila má um notagildið. Mynd DaveTBar
 • KIRKJA HINS ÚTHELLTA BLÓÐS / ST.PÉTURSBORG / RÚSSLAND
Að rölta um Sánkti Pétursborg í Rússlandi er eins og að labba um lifandi safn og byggingar þar margar æði stórkostlegar. Ein sú fallegasta er Kirkja verndardýrlings hins úthellta blóðs sem er jafnvel enn fallegri að innan. Skyldustopp á ferð um borgina. Mynd lassi_kurkjavi
Að rölta um Sánkti Pétursborg í Rússlandi er eins og að labba um lifandi safn og byggingar þar margar æði stórkostlegar. Ein sú fallegasta er Kirkja verndardýrlings hins úthellta blóðs sem er jafnvel enn fallegri að innan. Skyldustopp á ferð um borgina. Mynd lassi_kurkjavi
 • LAS LAJAS / NARIÑO / IPIALES / KÓLOMBÍA
Um að gera að hafa sem allra allra mest fyrir hlutunum. Flatlendi er af skornum skammti í Narino héraði í Kólombíu en ekki vafðist fyrir heimamönnum að byggja dómkirkju sína þvert yfir gljúfur og brú í þokkabót. Mynd Carlos Adampol
Um að gera að hafa sem allra allra mest fyrir hlutunum. Flatlendi er af skornum skammti í Narino héraði í Kólombíu en ekki vafðist fyrir heimamönnum að byggja dómkirkju sína þvert yfir gljúfur og brú í þokkabót. Mynd Carlos Adampol
 • SAINT MICHEL d´AIGUILHE / LE PUY EN VELAI / FRAKKLAND
Leiðin til Guðs er þyrnum stráð segir biblían og kannski var það fyrirmynd kirkjunnar í franska bænum Aiguilhe. Þeir plöntuðu sínu heilagasta húsi á toppinn á 79 metra háum kletti og þangað aðeins komist upp og niður 300 tröppur. Mynd Art History Images
Leiðin til Guðs er þyrnum stráð segir biblían og kannski var það fyrirmynd kirkjunnar í franska bænum Aiguilhe. Þeir plöntuðu sínu heilagasta húsi á toppinn á 79 metra háum kletti og þangað aðeins komist upp og niður 300 tröppur. Mynd Art History Images
 • GEGNSÆJA KIRKJAN / LIMBURG / FLANDERS / BELGÍA
Sé hægt að tala um kirkjulíki fellur Gegnsæja kirkjan í Limburg í þann flokk. Ekki kirkja í þeirri merkingu heldur listaverk á víðavangi. Eingöngu smíðuð úr stálbitum og er nákvæm eftirlíking annarrar kirkju skammt frá. Mynd escalapade
Sé hægt að tala um kirkjulíki fellur Gegnsæja kirkjan í Limburg í þann flokk. Ekki kirkja í þeirri merkingu heldur listaverk á víðavangi. Eingöngu smíðuð úr stálbitum og er nákvæm eftirlíking annarrar kirkju skammt frá. Mynd escalapade
 • OSTROG KLAUSTRIÐ / OSTRÔSKA GREDA / SVARTFJALLALAND
Halda mætti að klettakirkjur, kirkjur eða musteri byggð inn í kletta, hefðu á tímabili verið bullandi tískufyrirbrigði. Þetta klaustur er eitt mesta aðdráttarafl ferðamanna í Svartfjallalandi. Kirkja er hér líka en byggð undir klaustrinu. Mynd Personbehindthescenes
Halda mætti að klettakirkjur, kirkjur eða musteri byggð inn í kletta, hefðu á tímabili verið bullandi tískufyrirbrigði. Þetta klaustur er eitt mesta aðdráttarafl ferðamanna í Svartfjallalandi. Kirkja er hér líka en byggð undir klaustrinu. Mynd Personbehindthescenes
 • HLÍÐAKLAUSTRIÐ / HUNYUAN /SHANXI / KÍNA
Klaustur 80 metra uppi í þverhníptum klettum á skilið að vera kallað Hlíðaklaustur en raunverulegt nafn er hið hangandi klaustur. Enn eitt dæmið um smiði sem ákváðu að gera sér mun erfiðara fyrir til að votta virðingu sína. Mynd rudenoon
Klaustur 80 metra uppi í þverhníptum klettum á skilið að vera kallað Hlíðaklaustur en raunverulegt nafn er hið hangandi klaustur. Enn eitt dæmið um smiði sem ákváðu að gera sér mun erfiðara fyrir til að votta virðingu sína. Mynd rudenoon