Víst er dýrt að ferðast um í Noregi þó íslenska krónan hafi að mestu náð sér eftir andarteppu um margra ára skeið. En stundum er barasta allt í lagi að punga duglega og það á við um Noreg.

Hafi fólk efasemdir er óvitlaust að kíkja á myndaseríuna hér að neðan. Myndir segja jú þúsund orð og í tilfelli Noregs mun meira en það.

  • SMÁBÆRINN REINE
Jamm, það skal viðurkennast að ekkert íslenskt sjávarpláss lítur svona vel út
Jamm, það skal viðurkennast að ekkert íslenskt sjávarpláss lítur svona vel út
  • LÍF Í MANDAL
Gallhörðustu gleðimenn í Noregi segja 16. júlí besta sólarhringinn á ári hverju. Þá fagna Norðmenn Sanktihans með bálköstum og gleðihrópum um land allt gæta sín jafnframt á vættum lands og sjávar sem þá fara líka á flakk þann sólarhring.
Gallhörðustu gleðimenn í Noregi segja 16. júlí besta sólarhringinn á ári hverju. Þá fagna Norðmenn Sanktihans með bálköstum og gleðihrópum um land allt gæta sín jafnframt á vættum lands og sjávar sem þá fara líka á flakk þann sólarhring.
  • PRÉDIKUNARSTÓLLINN
Einn frægasti ferðamannastaður Noregs er Prédikunarstóllinn, Preikestolen, sem er gríðarlegt 605 metra hátt bjarg yfir Lysefjorden skammt frá Stafangri. Lofthræddir kannski leiti annað. Mynd wayfarer
Einn frægasti ferðamannastaður Noregs er Prédikunarstóllinn, Preikestolen, sem er gríðarlegt 605 metra hátt bjarg yfir Lysefjorden skammt frá Stafangri. Lofthræddir kannski leiti annað. Mynd wayfarer
  • AURLANDSFJORDEN
Hafi fólk áhuga að fara upp eða niður mesta halla sem nokkur lest í veröldinni býður upp á og sjá stórkostlegt útsýni í leiðinni er ráð að planta rassi í Flåm lestinni. Sú fer frá strönd Aurlandsfjord upp í hinn fallega fjallabæ Flåm en hæðarmunur á þessum 20 kílómetra spotta er tæplega 2900 fet. Mynd rgewelt
Hafi fólk áhuga að fara upp eða niður mesta halla sem nokkur lest í veröldinni býður upp á og sjá stórkostlegt útsýni í leiðinni er ráð að planta rassi í Flåm lestinni. Sú fer frá strönd Aurlandsfjord upp í hinn fallega fjallabæ Flåm en hæðarmunur á þessum 20 kílómetra spotta er tæplega 2900 fet. Mynd rgewelt
  • BALESTRAND
Dalir Noregs eru hver öðrum fallegri. Fjölmargir vel þekktir og sóttir af ferðafólki og Norðmönnum sjálfum en aðra er hægt að hafa nokkuð út af fyrir sig. Balestranden er einn af þeim en þó eru ferðir skemmtiferðaskipa hér tíðar. Mynd Mel Toledo
Dalir Noregs eru hver öðrum fallegri. Fjölmargir vel þekktir og sóttir af ferðafólki og Norðmönnum sjálfum en aðra er hægt að hafa nokkuð út af fyrir sig. Balestranden er einn af þeim en þó eru ferðir skemmtiferðaskipa hér tíðar. Mynd Mel Toledo
  • GEIRANGURSFJÖRÐUR
Frægastur allra norska fjarða er Geirangursfjörður en engin skemmtisigling um Noreg er auglýst án þess að þar sem eytt tíma. Mynd Erik-Jan Vens
Frægastur allra norska fjarða er Geirangursfjörður en engin skemmtisigling um Noreg er auglýst án þess að þar sem eytt tíma. Mynd Erik-Jan Vens
  • SVALBARÐI
Eins og vera komin heim. Svalbarði að sumarlagi minnir um margt á íslenskt landslag og veður. Fyrir utan snjóbirnina að sjálfsögðu. Mynd ichokawayuchi
Eins og vera komin heim. Svalbarði að sumarlagi minnir um margt á íslenskt landslag og veður. Fyrir utan snjóbirnina að sjálfsögðu. Mynd ichokawayuchi
  • BRYGGJUHVERFIÐ Í BERGEN
Bryggen í Bergen er sjón að sjá enda óvíða heilt hverfi jafn vel varðveitt og gömlu timburhúsin þar. Þar iðar líka allt af lífi ólíkt því sem gerist til dæmis á Árbæjarsafninu okkar Íslendinga. Mynd Todayisagoodday
Bryggen í Bergen er sjón að sjá enda óvíða heilt hverfi jafn vel varðveitt og gömlu timburhúsin þar. Þar iðar líka allt af lífi ólíkt því sem gerist til dæmis á Árbæjarsafninu okkar Íslendinga. Mynd Todayisagoodday
  • SUNDKLAKK Í LOFOTEN
Eitt það hérað sem kannski er einna helst svipað aðstæðum hér á landi er í Lofoten í norðri. Ógrynni skemmtilegra staða út um allt og engin leið betri til skoðunar en keyra um. Mynd CH-Visit Norway
Eitt það hérað sem kannski er einna helst svipað aðstæðum hér á landi er í Lofoten í norðri. Ógrynni skemmtilegra staða út um allt og engin leið betri til skoðunar en keyra um. Mynd CH-Visit Norway
  • VIGELANDSGARÐUR Í OSLÓ
Einn stórkostlegasti staður í Osló hvort sem er á frídegi eða til að kasta mæðinni í hádegi er Vigelandsparken troðinn af glæsilegum skúlptúrum. Mynd Nancy Bundt - Visitnorway.com /Vigeland-museetBono
Einn stórkostlegasti staður í Osló hvort sem er á frídegi eða til að kasta mæðinni í hádegi er Vigelandsparken troðinn af glæsilegum skúlptúrum. Mynd Nancy Bundt – Visitnorway.com /Vigeland-museetBono


View Stórkostlegi Noregur in a larger map