Helsta ástæða þess að fólk ferðast, fyrir utan hreina og beina hvíld, er að vitna með eigin augum þær miklu náttúrulegu dásemdir sem finna má víða um jörðina okkar og ekki síður himinhvolfið. Hvað hið síðarnefnda varðar er einn staður á jörðu sérstaklega merkilegur.

Hvergi í heiminum verður slíkt sjónarspil til úr samspili rafmagns og vatnsgufu en í
Hvergi í heiminum verður slíkt sjónarspil til úr samspili rafmagns og vatnsgufu en í Catatumbo

Það er Catatumbo fenjasvæðið í Venesúela í Suður Ameríku sem er í grennd við hið fræga Maracaibo vatn sem einhverjir kunna að þekkja.

Það er nefninlega í Catatumbo og nánar tiltekið í þjóðgarði kenndum við Juan nokkurn Manuel sem margir vilja meina að heimsins stórkostlegasta sjónarspil eigi sér stað og það daglega í 160 daga á hverju einasta ári.

Við mynni Catatumbo árinnar þar sem hún rennur út í Maracaibo eru aðstæður það einstakar í veröldinni að hér logar himininn af tilkomumiklum eldingum stanslítið í allt að tíu tíma á dag 160 daga á ári.

Sýningin, sem hefst stundvíslega við sólarlag dag hver, stendur að jafnaði í níu klukkustundir í einu að meðaltali en tíu klukkustunda prógram er algengt og í stöku tilfellum enn lengur en það.

Þvílíkt og annað eins gerist hvergi annars staðar á jörðu.
Þvílíkt og annað eins gerist hvergi annars staðar á jörðu.

Ímyndaðu þér hávaðann og birtuna frá þúsundum eldinga sem ganga látlaust yfir frá sex eða sjö á kvöldin og langt fram eftir nóttu. Og það engar lummur.

Ástæða þess að þetta gerist hér er ekki að fullu ljóst orðið en merkilegt nokk er hættan mun minni en annars staðar að verða beinlínis fyrir eldingu því meirihluti þeirra ferðast milli skýja en ekki til jarðar eins og hefðin er annars staðar.

Það aftur hefur eitthvað með sérstakar aðstæður hér að gera en vitað er að mikil rotnun plantna á sér stað hér í Maracaibo vatni og af því leiðir að hér er töluvert metangas sem rís upp og blandast ísköldu lofti frá hinum miklu Andesfjöllum.

Hver sem ástæðan er má ljóst vera að slíkt sjónarspil er ekki amalegt að berja augum enda geta myndir og myndbönd einungis gefið yfirborðs tilfinningu fyrir slíkum stórkostlegheitum.