Myndir segja þúsund orð og stundum gott betur en það. Ekki hvað síst á þetta við á eyjunni grænu eins og Írland er oft kölluð og ekki að ósekju.

Hér eru tíu stórkostlegir staðir á eynni sem sannarlega er þess vert að skoða á ferð um landið en eins og greint hefur verið frá á Fararheill er Írland sökum efnahagslægðar landsins ákjósanlegur staður til heimsókna jafnvel þó þar séu menn, góðu heilli, að rétta vel úr kútnum.

* Neðst er kort sem sýnir staðsetningu allra þessara staða og ekki gleyma hótelvél Fararheill sem finnur ÖLL hagstæðustu tilboð á öllum hótelum í öllu landinu.

  • Moher klettaströndin
Mikilfenglegir klettar Moher strandarinnar eru ekki síðri en Látrabjargið okkar. Mynd Prezcott
Mikilfenglegir klettar Moher strandarinnar eru ekki síðri en Látrabjargið okkar. Mynd Prezcott
  • Stuðlabergsstrendur Antrim
Fallegt stuðlaberg er víðar en á Íslandi. Strönd Antrim sýslu á N.Írlandi er þakin slíkum steinmyndunum. Mynd jerome carfft
Fallegt stuðlaberg er víðar en á Íslandi. Strönd Antrim sýslu á N.Írlandi er þakin slíkum steinmyndunum. Mynd jerome carfft
  • Poulnabrone grafhýsið
Á berum heiðum Burren sést Poulnabrone grafreiturinn víða að. Þarna voru hátt í 30 einstaklingar grafnir þrjú þúsund árum fyrir Krist. Mynd tdi
Á berum heiðum Burren sést Poulnabrone grafreiturinn víða að. Þarna voru hátt í 30 einstaklingar grafnir þrjú þúsund árum fyrir Krist. Mynd tdi
  • Ashford kastalinn
Margir glæsilegir kastalar eða rústir kastala er að finna á Írlandi. Ashford kastalinn er í hópi þeirra fallegustu. Mynd benemann_077
Margir glæsilegir kastalar eða rústir kastala er að finna á Írlandi. Ashford kastalinn er í hópi þeirra fallegustu. Mynd benemann_077
  • Newgrange grafhýsið
Grafhýsið merkilega Newgrange er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í landinu og á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna að auki. Mynd Paulni
Grafhýsið merkilega Newgrange er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í landinu og á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna að auki. Mynd Paulni
  • Glendalough
Klukkustund suður af Dublin er Þingvallavatn heimamanna að finna í Glendalough dalnum. Heillandi útivistarstaður. Mynd Ireland Tourism Board
Klukkustund suður af Dublin er Þingvallavatn heimamanna að finna í Glendalough dalnum. Heillandi útivistarstaður. Mynd Ireland Tourism Board
  • Dublin
Áin Liffey þræðir sig um stræti miðborgar Dublin sem er á margan hátt heillandi borg. Mynd lester sullivan
Áin Liffey þræðir sig um stræti miðborgar Dublin sem er á margan hátt heillandi borg. Mynd lester sullivan
  • Trinity háskólinn
Ein af fallegri byggingunum í Dyflinni er Trinity háskólabyggingin. Bókasafnið einstakt. Mynd TDCU
Ein af fallegri byggingunum í Dyflinni er Trinity háskólabyggingin. Bókasafnið einstakt. Mynd TDCU
  • Skellig Michael
Klettadrangurinn Skellig Michael er mjög merkilegur. Efst á honum er að finna leifar þúsund ára byggðar munka í klettunum. Mynd VSturk
Klettadrangurinn Skellig Michael er mjög merkilegur. Efst á honum er að finna leifar þúsund ára byggðar munka í klettunum. Mynd VSturk
  • Peace Maze
Peace Maze heitir manngerða völundarhús sem er hið stærsta og lengsta sem fyrirfinnst í heiminum. Mynd 10Eden
Peace Maze heitir manngerða völundarhús sem er hið stærsta og lengsta sem fyrirfinnst í heiminum. Mynd 10EdenView Stórkostlega Írland in a larger map

Leave a Reply