Það er æði freistandi að henda tuskum í tösku, rjúka út á völl og fljúga á vit sólar og kannski ævintýra nú þegar hinar hefðbundnu lægðir skella á landinu með offorsi og almennum leiðindum.

Á eynni Rhodes er hitastigið þegar komið í 20 gráður í aprílmánuði.
Á eynni Rhodes er hitastigið þegar komið í 20 gráður í aprílmánuði.

Við slíkar aðstæður er sól og sæla að heilla og frá Íslandi aðeins í boði að skella sér enn einn ganginn til Kanaríeyja ellegar fljúga alla leið til Flórída. Þær fyrrnefndu kosta par eða hjón vart undir 450 þúsund krónum í tvær vikur á sæmilegu hóteli og bara flug fram og aftur til Orlando lækkar innistæðuna um 200 þúsund fyrir utan gistingu og bílaleigubíl.

En hafi fólk nennu til er hægt að fjölga yndislegum áfangastöðum í sólinni allverulega og spara helling í leiðinni. Bresk ferðaskrifstofa er þessa stundina að bjóða tveggja vikna fimm stjörnu súpertilboð til Rhodos í Grikklandi í apríl með öllu inniföldu og ferðin atarna kostar manninn einungis 140 þúsund krónur. Parið greiðir því 280 alls plús þá flug til Englands og heim aftur. Gera má ráð fyrir að flug héðan og heim kosti manninn milli 25 og 35 þúsund. Heildarkostnaður fyrir þessa klassík í Grikklandi á hjón eða par því alls kringum 340 þúsund krónur.

Það verð getur ekki flokkast sem brandari en töluvert er þetta ljúfari díll en það besta sem er í boði hérlendis. Allt um málið hér.