Sért þú nokkuð laus í lok september og dreymi um framandi ferðir gæti verið sniðugt að kíkja til Kína og það á helmings afslætti eða svo.

Forboðna borgin er einn staður af mörgum sem skoðaður verður í góðri Kínaferð með haustinu.
Forboðna borgin er einn staður af mörgum sem skoðaður verður í góðri Kínaferð með haustinu.

Æði fín slík ferð er nú í boði með Travelbird frá Heathrow í London á sérdeilis góðu verði eða kringum 630 þúsund fyrir par eða hjón. Inni í þeirri tölu er meðtalið flug til og frá Íslandi.

Einhver kann að segja það hátt verð en ekki þegar skoðað er hvað nákvæmlega er verið að bjóða upp á. Túrinn tekur fimmtán daga alls, næstum allur matur innifalinn allan tímann, allar ferðir í Kína og aðgangseyrir sömuleiðis. Þá er gist á fimm stjörnu stöðum og ekki síst að fimm stjörnu sigling um Yangtze-fljótið.

Sá hinn sami hefur heldur ekki skoðað ferðalýsinguna en komið er víða við. Peking, Shanghai, Kínamúrinn, Xi´an, Wuhan, Þriggja gljúfra stíflan, Shibaozhai og Shuzhou svo einhverjir staðir séu nefndir. Í öllum borgunum margt það helsta skoðað í þaula.

Að teknu tilliti til alls þessa er þetta fjarri því dýr ferð og auðvitað er farangur innifalinn líka.

Þessi ferð fæst frá Bretlandi niður í 283 þúsund krónur á mann í lok september en sama ferð er líka í boði á öðrum dagsetningum fyrir aðeins hærri upphæðir.

Kíktu hér.

Ferð þessi er keimlík ferð sem Bændaferðir eru að bjóða um miðjan sama mánuð en þar íslenskur fararstjóri með í för. Sú ferð kostar manninn 550 þúsund eða 1,1 milljón alls.×