Um tíu ára skeið hafa menn spáð og spekúlerað án þess að komast mikið áfram en nú er allt útlit fyrir að bygging Kaledóníustjörnunnar verði að veruleika.

Kaledóníustjarnan mun sjást víða að og enginn velkist í vafa um hvar landamæri Englands og Skotlands eru. Mynd CSproject.
Kaledóníustjarnan mun sjást víða að og enginn velkist í vafa um hvar landamæri Englands og Skotlands eru. Mynd CSproject.

Stjarnan sú, Caledonian Star, er risastór og glæsilegur skúlptúr úr ryðfríu stáli sem reisa skal á landamærum Englands og Skotlands og hugmyndin að verkið verði eins konar dyr að dásemdum þess síðarnefnda.

Ekki aðeins skal reisa þetta stórvirki á hárri hæð heldur er verkið sjálft hvorki meira né minna en 40 metra hátt. Það mun því sjást víða að úr nálægum sveitum og í Skotlandi eru fróðir þess vissir að verkið trekki jafnvel sérstaklega milljónir ferðamanna.

Áhugasamir geta vænst þess að sjá verkið í allri sinni dýrð árið 2018 ef allt gengur eftir en framkvæmdir eiga að hefjast síðar á þessu ári.