Þó það sé glórulaus lygi af okkar hálfu að troða Stebba greyinu inn í fyrirsögnina þá er restin hundrað prósent rétt og sönn. Það er raunverulega hægt að bóka vikutíma á indællri grískri ströndu um miðjan júnímánuð og fljúga gegnum London eða Manchester niður í 120 þúsund á mann eða 240 þúsund á parið. Og allt innifalið líka.

Það er svona ferðatilboð af því taginu sem þú finnur ekki hjá innlendum ferðaskristofum þar sem þykir tíðindum sæta að finna nokkra einustu ferð undir 350 þúsund krónum fyrir parið.

Þess vegna þarf ekki aðeins að bóka ferðina sjálfa heldur og flug til Englands og heim aftur þaðan og bæta ofan á prísinn. Engar áhyggjur samt. Ofangreint verð gerir ráð fyrir að þú greiðir 40 þúsund í flug fram og aftur sem er vel mögulegt. Þá erum við komin í alls 120 þúsund á mann.

Ferðaskrifstofan Travelbird er að auglýsa þetta fantaboð til annarrar stærstu eyjar Grikklands, Evia, en þar dvalist við kjöraðstæður í júní áður en hitinn fer yfir þolanleg mörk. Svo er nú óvitlaust ef þolinmæði er í blóð borin að bóka í lok september eða byrjun október í staðinn og fá sömu ferð niður í rétt rúmar 40 þúsund á mann miðað við tvo saman. Þannig túr kostar ekki nema 160 þúsund alls. Og jú, líka allt innifalið.

Hér má lesa um pakkann en hafa skal í huga að um tímabundið tilboð er að ræða og það rokselst eins og eðlilegt verður að telja. Svo má gera gott betur og gista nótt í London eða Manchester og versla eða sjá eins og einn fótboltaleik. Allt hægt er nenna er fyrir hendi gott fólks.