Spánn veltir Portúgal af toppnum sem ódýrasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu árið 2012 samkvæmt nýrri úttekt. Reyndar farnast Portúgal æði illa því Búlgaría, Tékkland og Ungverjaland eru einnig ódýrari.

Spánn er á nýjan leik ódýrasta landið fyrir ferðamenn í Evrópu og skákar Portúgal sem það var fyrir ári
Spánn er á nýjan leik ódýrasta landið fyrir ferðamenn í Evrópu og skákar Portúgal sem það var fyrir ári

Eru þetta niðurstöður árlegrar könnunar sem breska Póststofnunin gerir en þar er borin saman kostnaður á átta algengum hlutum sem ferðamenn versla gjarnan á ferðum sínum erlendis.

Er þar um að ræða verð á kvöldmáltíð fyrir tvo með víni á veitingastað, sólkremi, kaffi, bjór og gosi á bar, skordýraeitri, flösku af vatni og pakka af tóbaki.

Deila má um könnun þessa og hvað mikið hún segir í raun og veru um verðlag í viðkomandi löndum enda aðeins tekið verð að einum einasta stað í hverju landi fyrir sig og þá aðeins á einum veitingastað, bar og verslun. Hún gefur þó ákveðnar vísbendingar enda í öllum tilvikum um vinsæla ferðamannastaði að ræða.

Niðurstöðurnar fyrir árið 2012 eru eftirfarandi (verð í sviga í íslenskum krónum miðað við gengi dags 20. janúar 2012) :

EVRÓPA

 1. Spánn – Costa del Sol  (7.285)
 2. Tékkland – Prag (7.652)
 3. Búlgaría – Sunny Beach ( 7.657)
 4. Ungverjaland – Búdapest (8.801)
 5. Portúgal – Lagos (8.803)
 6. Kýpur – Paphos (10.272)
 7. Króatía – Pula (11.277)
 8. Tyrkland – Marmaris (11.626)
 9. Malta – St.Julians (12.758)
 10. Frakkland – Vendee (13.465)
 11. Grikkland – Korfú (13.853)
 12. Ítalía – Sorrento (17.194)

ASÍA

 1. Sri Lanka – Bentota (5.398)
 2. Tæland – Phuket (8.913)
 3. Víetnam – Hanoi (9.793)
 4. Malasía – Penang (9.880)
 5. Indónesía – Bali (10.027)
 6. Sameinuðu arabísku furstadæmin – Dúbai (11.686)
 7. Japan – Tókíó (13.639)
 8. Kína – Beijing (20.538)
 9. Singapúr – Orchard Road (21.830)

HINIR OG ÞESSIR

 1. Mexíkó – Cancun (8.503)
 2. Suður Afríka – Cape Town (9.197)
 3. Argentína – Buenos Aires (10.807)
 4. Dóminikanska – Punta Cana (11.568)
 5. Egyptaland – Sharm el Sheikh (13.299)
 6. Bandaríkin – Orlando (14.079)
 7. Brasilía – Praia do Forte (17.911)
 8. Kanada – Toronto (20.669)